fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Ekkert Eurovision í ár?

Auður Ösp
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

21 af þeim starfsmönnum sem koma að skipulagi og undirbúningi Eurovision keppninnar í Kiev í Úkraínu hafa sagt upp störfum. Í hópnum eru meðal annars tveir yfirframleiðendur. BBC greinir frá þessu.

Starfsmennirnir voru ráðnir af úkraínska ríkissjónvarpinu en í opnu bréfi frá þeim kemur fram að allur undirbúningur hafi stöðvast eftir að nýr samhæfingarstjóri var ráðinn í desember síðastliðnum og hópnum hafi verið haldið fyrir utan allar ákvarðanatakanir.

Í bréfinu segjast starfsmennirnir hafa verið fullkomlega hindraðir í því að taka nokkrar ákvarðanir varðandi keppnina sem á að fara fram þann 13.maí næstkomandi.

Þá kemur fram í frétt BBC að talsverð vandræði hafi verið í kringum undirbúning keppninnar að undanförnu, en meðal annars hefur kostnaðurinn við keppninna verið aukinn um tæplega 7 milljónir evra. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ítrekað við úkraínska ríkissjónvarpið að það verði að halda fyrri áætlunum þrátt fyrir þær aðstæður sem hafa skapast.

Í samtali við RÚV segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri að bakland keppninnar sé traust og fylgst verði grannt með framgangi mála í Úkraínu. Þannig muni RÚV vera í sambandi við forsvarsmenn keppninnar til að kalla eftir frekari upplýsingum um stöðuna sem upp er komin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki