fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Wells Fargo-hneykslið: Forstjórinn tekinn í bakaríið í yfirheyrslu

Elizabeth Warren vill lög um að forstjórar verði persónulega ábyrgir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. september 2016 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er huglaus forysta“

„Þetta mun ekki breytast fyrr en þeir sem ráða verða persónulega gerðir ábyrgðir fyrir gjörðum sínum,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren þegar forstjóri Wells Fargo-bankans, John Stumpf, mætti fyrir bankanefnd öldungadeildarþingsins í gær.

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur sektað Wells Fargo um 185 milljónir bandaríkjadala, 21,1 milljarð króna, fyrir að opna ólöglega reikninga í nafni viðskiptavina sinna til þess að ýkja sölutölur. Um er að ræða hæstu sekt sem eftirlitið hefur lagt á banka. Bankinn mun auk sektarinnar greiða viðskiptavinum fimm milljónir bandaríkjadala til baka.

Græddi verulega á svindlinu.
John Stumpf Græddi verulega á svindlinu.

Mynd: EPA

Starfsmenn bankans opnuðu um tvær milljónir bankareikninga á nafni viðskiptavina án vitundar þeirra. Þeir stofnuðu meðal annars falska aðganga að netbanka fyrirtækisins, með því að búa til gervinetföng í nafni viðskiptavinanna.
Þetta var gert til að ná markmiðum um söluaukningu – sem hafði í för með sér að stjórnendur fengu auknar þóknanir. Bankinn hefur beðist afsökunar á því að hafa látið viðskiptavinunum í hönd vöru sem þeir óskuðu ekki eftir.

Óhætt er að segja að Warren hafi tekið forstjórann í bakaríið, þar sem hann mætti fyrir þingnefndina í gær. Hún sagðist gefa lítið fyrir orð hans en vildi þess í stað fara yfir gjörðir hans. Hún komst að því að hann hefði ekki sagt af sér, hefði ekki rekið einn hátt settan framkvæmdastjóra vegna málsins auk þess að hafa ekki greitt einn eyri til baka af þeim fjármunum sem féllu í vasa hans sjálfs vegna svindlsins.

Þá kom fram að Stumpf hefði ekki rekið Carrie Tolstedt, sem stýrði deildinni sem sá um misgjörðirnar, heldur leyft henni að setjast í helgan stein. Tolstedt er 56 ára gömul. Við það fékk hún 124,6 milljónir dollara í formi hlutabréfa og kauprétta. Raunar svaraði Stumpf því til að honum hefði aldrei hugkvæmst að reka hana. „Það er huglaus forysta,“ sagði Warren.

Hún benti á að óbreyttum gjaldkera sem stæli 20 dollurum biði sennilega kæra fyrir þjófnað á sama tíma og forstjórar á Wall Street þurfi nánast aldrei að axla ábyrgð af nokkru tagi; hvorki árið 2008 þegar þeir hefðu valdið efnahagshruni né núna, ef marka mætti þá staðreynd að Stumpf væri enn í starfi. Hann ætti að segja af sér, skila peningunum sem hann græddi og undirgangast sakamálarannsókn.

Hér fyrir neðan má sjá yfirheyrslu Elizabeth Warren yfir John Stumpf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni
Fréttir
Í gær

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“