fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Elsta barnið stendur sig betur í skóla en yngri systkini sín

Líklegri til að fæðast fyrir tímann og fá meiri stuðning og athygli heima fyrir

Auður Ösp
Föstudaginn 25. mars 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Leipzig á síðasta ári benda til þess að elsta barnið í systkinahópnum hefur yfirleitt hæstu greindarvísitöluna. Nú hefur einnig komið fram að heilsufar elstu barna við fæðingu er verra heldur en hjá yngri systkinum þeirra og að árangur þeirra í skóla megi rekja til þess að þau fái meiri stuðning við námið heima fyrir, ekki af því að þau fæðist með hærri greindarvísitölu.

Þetta kemur fram á vef Telegraph en á ráðstefnu í Brighton á dögunum voru kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var á yfir milljón börnum í Danmörku á árunum milli 1981 og 2010. Benda niðurstöðurnar til þess að frumburðir fá, gróflega talið, einum hærra í einkunn en yngri systkini sín þegar komið er í 9. bekk. Á sama tíma eru þau undir í þyngd og hæð þegar miðað er við yngri systkinin auk þess sem höfuðstærðin er minni. Þá eru 55 til 73 prósent minni líkur eru á því yngri systkinin fæðist fyrir tímann.

Þá kom einnig í ljós að á fyrstu meðgöngu eru konur eru líklegri til að reykja tóbak, vinna úti og þurfa á aukinni læknisþjónustu að halda.

Niðurstöður benda einnig til þess að foreldrar eyði meiri tíma með elsta barninu heldur en yngri systkinum þegar þau koma í heiminn. Þeir hafa þá meiri tíma til að eyða með barninu við heimalærdóm og í leikjum. Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að ljóst sé að þessar háu einkunnir elstu barnanna séu ekki tilkomnarvegna þess að þau standi líffræðilega betur að vígi heldur vegna þess að þau fá meiri stuðning og athygli heima fyrir.

Í grófum dráttum eru elsta systkinið líklegt til að áreiðanlegt, samviskusamt, skipulagt, varkárt,stjórnsamt og metnaðarfullt. Miðjubarnið er líklegt til að vera sáttasemjari sem leggur sig fram við gera öðrum til geðs, á auðvelt með að vinna í hóp og á stóran vinahóp. Miðjubarnið er einnig líklegra til að sýna uppreisnargirni. Á meðan er yngsta barnið líklegt til að vera uppátækjasamur og sjálfhverfur einstaklingur sem elskar að skemmta sér, á það til að stjórna öðrum og sækir í að fá athyglina samkvæmt grein Telegraph

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi