fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Mexíkó ofbeldisins, Mexíkó spillingarinnar

Ráðamenn í Mexíkó á nálum vegna heimsóknar páfa

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. febrúar 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kirkjan hefur passað sig mjög í Mexíkó í gegnum árin að tala ekki gegn stjórninni og ráðamönnum, hvað þá spillingu. Þegar Páfinn kemur, þá er hann að fara inn í menningu sem kann ekki að meta gagnrýni,“ segir Kevin Appleby formaður alþjóðlegu landflutningastofnunarinnar (International Migration Policy Center) í New York í samtali við Los Angeles Times. Segir Appelby að miklar líkur séu á að allir sem vettlingi geti valdið í Mexíkó munu fylgjast með heimsókn Frans Páfa nú um helgina.

Frans Páfi situr sjaldnast á skoðunum sínum en hann vakti mikla athygli í september síðastliðnum þegar hann hélt ræðu yfir bandaríska þinginu, hvatti Páfi til mannúðlegrar meðferðar á flóttamönnum, að vopnaviðskiptum verði hætt og að Bandaríkjamenn þurfi að taka loftslagsbreytingar alvarlega. Hefur Páfi kallað ráðamenn sem styðja ekki menntun „gagnslausa“ og í Kenía kallaði hann fátækrahverfin „nýlendustefnu í nýrri mynd“. Frans Páfi hefur einnig gagnrýnt eigin kirkju og sagði bókstafstrúarmenn innan kaþólsku kirkjunnar vera „sjúka“.

Mexíkó á við mikinn vanda að etja og er ljóst að margir munu hlusta þegar Páfi heimsækir Ciudad Juarez á miðvikudaginn næsta, en þar hefur átt sér stað mikið ofbeldi tengt fíkniefnaviðskiptum. Í myndbandi sem Páfi sendi mexíkósku þjóðinni í vikunni sagði hann meðal annars: „Mexíkó ofbeldisins, Mexíkó spillingarinnar, Mexíkó glæpagengjanna, það er ekki landið sem hin helga móðir vill sjá. Ég, að sjálfsögðu, mun ekki þagga það niður,“ sagði Frans Páfi.

Humberto Roque Villanueva stjórnarþingmaður í Mexíkó sagði þrisvar sinnum á blaðamannafundi í vikunni að stjórnin væri ekki hrædd við Páfann. „Ég segi það skýrt að orðið ótti er ekki til innan ríkisstjórnarinnar,“ sagði Humberto.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?