fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Fréttakona áreitt kynferðislega í beinni útsendingu

Lögreglan í Köln leitar tveggja manna í tengslum við málið

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 5. febrúar 2016 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í fyrstu voru þeir að gretta sig og geifla fyrir aftan mig. Svo setti einn höndina á brjóstið á mér. Mér var mjög brugðið,“ segir belgíska fréttakonan Esmeralda Labye sem varð fyrir kynferðislegri áreitni þegar hann flutti fréttir af karnivali sem fram fór í borginni Köln í Þýskalandi.

Esmeralda, sem vinnur fyrir RTBF-ríkissjónvarpsstöðina, var stödd á Alter Markt-hverfinu þegar atvikið átti sér stað. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar einn maður hefur uppi niðurlægjandi takta fyrir aftan hana. Ekki sést þegar gripið er í brjóst hennar.

Í frétt The Local kemur fram að lögreglan leiti tveggja manna í tengslum við málið.

Lögreglan í Köln hefur fengið átján tilkynningar um kynferðisbrot í tengslum við hátíðina sem hófst í gær og þá hafa 180 verið handteknir fyrir margvíslegar sakir.
Skemmst er að minnast nýársfögnuðar sem fór úr böndunum í Köln en þá tilkynntu fjölmargar konur um að menn, flestir af erlendum uppruna, hafi haft uppi kynferðislega tilburði. Lögreglan hlaut mikla gagnrýni fyrir í kjölfarið og sagði lögreglustjóri borgarinnar upp störfum.

Lögreglan hefur aukið viðbúnað sinn verulega í tengslum við hátíðina sem nú fer fram í borginni og eru nú um tvö þúsund lögregluþjónar á vakt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda