fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Dómur yfir hollenska burðardýrinu mildaður

Auður Ösp
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver niður í 8 ár. Hún var dæmd í 11 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum til landsins á föstudaginn langa en hámarks refsing er 12 ár. Sannað þótti að hún var burðardýr í málinu og var hún dæmd sem slík.

Mirijam var handtekin á Keflavíkurflugvelli ásamt sautján ára dóttur sinni um páskana á síðasta ári en í fórum þeirra fundust níu kíló af amfetamíni, tíu kíló af MDMA og tæp 200 grömm af kókaíni. Voru þær báðar hnepptar í gæsluvarðhald en dóttur hennar sleppt þremur vikum síðar.

Dómur Héraðsdóms þótti óvenju þungur þegar litið var til þess að Mirijam var sakfelld sem burðardýr og hafði sýnt lögreglu fullan samstarfsvilja við rannsókn málsins. Um var að ræða þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi.. Aðeins einu sinni áður hafði einstaklingur hlotið 11 ára dóm en sá dómur var síðar mildaður um eitt ár.

Atli Freyr Fjöln­is­son var dæmdur í 5 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að taka á móti efnunum og koma þeim áfram til annarra. Ákvað Hæstiréttur jafnframt að milda refsingu hans niður í 4 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað