fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Dularfullt hvarf Friðriks vindur upp á sig: Hvar er Guðmundur Spartakus?

Einkennilegt hvarf Friðriks er enn til umfjöllunar í Suður-Amerískum fjölmiðlum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. janúar 2016 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paragvæski fjölmiðillinn ABC Color greinir frá því í dag að Guðmundur Spartakus Ómarsson, sem er talinn hafa ferðast með Friðriki Kristjánssyni í Paragvæ, hafi verið stöðvaður af lögreglunni í landinu í lok árs 2013, nokkrum mánuðum eftir að Friðrik Kristjánsson hvarf, og lýst var eftir honum af Interpol. Guðmundar er leitað vegna vitneskju um hvarf Fiðriks.

Forsaga málsins er sú að lýst var eftir Friðriki, íslenskum manni um þrítugt, í apríl árið 2013. Þá var talið að honum hefði verið ráðinn bani, þó lögreglan hafi ekki viljað staðfesta það á sínum tíma. Það breytti því þó ekki að yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Karl Steinar Valsson, fór ásamt öðrum manni til Paragvæ í lok árs 2013 að aðstoða við leit á Friðriki. Þá var talið víst að hann hefði verið flæktur í fíkniefnaviðskipti sem enduðu hugsanlega með hvarfi hans. Í dag er talið líklegt að Friðrik sé látinn.

Í ljós hefur komið að annar Íslendingur er ófundinn á svæðinu, en það er fyrrnefndur Guðmundur Spartakus. Sá er merktur með heimilisfang í Suður-Ameríku í þjóðskrá.

Vegabréfið sem  var myndað af lögreglunni í Paragvæ.
Guðmundur Spartakus Vegabréfið sem var myndað af lögreglunni í Paragvæ.

Til hans sást um hálfu ári eftir hvarf Friðriks, en paragvæskur lögreglumaður stöðvaði bíl sem hann var í ásamt tveimur innfæddum mönnum, sem eru nafngreindir í ABC Color fréttinni. Þar segir ennfremur að mynd hafi verið tekin af vegabréfi Guðmundar og fylgir hún fréttinni.

Fram kom í erlendum fjölmiðlum að mennirnir tveir hefðu verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti, auk þess sem því var haldið fram að Guðmundur Spartakus væri grunaður um að eiga aðild að hvarfi Friðriks. Það fékkst þó ekki staðfest hjá lögreglu hér á landi, sem óskaði aðeins eftir því að lögreglan í Brasilíu og Paragvæ leituðu mannanna. Ekki er útilokað að Guðmundur sé sjálfur fórnarlamb.

DV greindi frá því árið 2013 að fjölskylda Friðriks hafi sett upp vefsíðu þar sem hægt væri að sjá myndir af Friðriki og lesa lýsingu um hann.

Rætt var við stjúpmóður Friðriks, Vilborgu Einarsdóttur, af þessum ástæðu en þá sagði hún:

„Stór hluti fólks í Paragvæ er ekki á Facebook, enda er landið ekki sérstaklega vel nettengt heilt yfir. Við höfum fengið gríðarleg viðbrögð við frétt sem birtist hjá paragvæska fjölmiðlinum ABC en það er ekkert fast í hendi. Viðbrögðin hafa komið okkur gríðarlega á óvart og fleiri hundruð manns hafa sent okkur skilaboð, sumir bara til þess að segja frá því að beðið sé fyrir fjölskyldunni okkar. Við vonumst til þess að fólk bæði þarna úti og hér heima haldi áfram að deila skilaboðunum frá okkur.“

Þrátt fyrir góð viðbrögð hafa upplýsingar ekki leitt til gagnlegra vísbendinga um örlög mannanna að því er fram kemur á ABC Color.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu