fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Beittasta skopteikning Íslands

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 12. janúar 2019 17:30

Kjötpottur landsins Dreift árið 1911.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmál í dag eru jól og páskar miðað við þá orrahríð sem geisaði á árum áður. Í valdatíð Björns Jónssonar, Íslandsráðherra frá 1909 til 1911, var heiftin gríðarleg. Björn var umdeildur og eignaðist marga fjandmenn vegna ýmissa mála, þar á meðal rannsóknar á Landsbankanum og áfengisbannsins.

Árið 1911 létu fjandmenn Björns teikna skopmynd af honum og hans félögum og var myndinni dreift um allt land. Enginn var skráður fyrir myndinni en hún hefur fengið heitið „Kjötpottur landsins“ enda stendur það á henni miðri.

Myndin er mjög ítarleg og augljóslega mikið lagt í hana. Víða er myndmál og ýmsar tölur sem hægt er að rýna í og túlka. Við kjötpott landsins stendur ráðherrann Björn í líki skepnu og ofan í hann hella landsmenn sínum sköttum. Úr pottinum útdeilir Björn gæðunum til vina sinna sem einnig eru í dýrslíki. Má þarna sjá þingmennina Bjarna Jónsson frá Vogi sem gölt og Björn Kristjánsson sem hrút. Einnig skáldið Einar Hjörleifsson Kvaran sem kött. Fjöldi annarra skepna og tákna eru á myndinni og fyrirtaks gáta til að spreyta sig á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“