fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

TÍMAVÉLIN: Gestir mættu vopnaðir á Rage Against the Machine í Hafnarfirði

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 25. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónleikar Rage Against the Machine í Hafnarfirði árið 1993 eru sennilega einir goðsagnakenndustu tónleikar Íslandssögunnar. Þeir sem voru þar monta sig af því og þeir sem voru þar ekki dauðöfunda þá. Hljómsveitin kom hingað á hápunkti frægðar sinnar og Íslendingar hreinlega misstu sig.

 

Svartamarkaðsbrask

Í raun minna tónleikarnir um margt á komu Led Zeppelin hingað árið 1970. Báðar hljómsveitirnar voru aðeins tveggja ára gamlar þegar þær spiluðu á Íslandi, skutust hratt upp á stjörnuhimininn og þóttu marka tímamót í rokkinu. Báðar komu hljómsveitirnar á Listahátíð, sem er aðallega þekkt fyrir að velja hámenningarlega viðburði frekar en skemmtiefni fyrir ungt fólk.

Ljóst var að eftirspurn eftir miða yrði mikil og Kaplakriki myndi tæpast ná að hýsa alla sem vildu mæta. Fljótlega seldust miðarnir upp og svartamarkaðsbrask hófst. Fregnir bárust af því að miðaverð á svarta markaðinum væri um 8.000 krónur, skömmu fyrir tónleikana, en upphaflega kostaði miðinn 2.500.

Fjögur þúsund manns mættu í Kaplakrika laugardagskvöldið 12. júní til að berja bandarísku stjörnurnar augum og vinsælasta hljómsveit landsins, Jet Black Joe, hitaði mannskapinn upp. Fáir urðu fyrir vonbrigðum með tónlistina sem boðið var upp á en sumir kvörtuðu yfir því að hátalararnir væru ekki stilltir nógu hátt. Klukkan tíu stigu Rage Against the Machine á svið. Á þeim tímapunkti var hitinn í salnum orðinn óbærilegur og loftræstikerfið réði ekki við neitt. Ösin var mikil og margir ölvaðir unglingar á staðnum. Svitinn beinlínis lak af veggjum hallarinnar. Þegar hljómsveitin hóf prógrammið með Take the Power Back, ærðist allt.

Gæslan á svæðinu átti í stökustu erfiðleikum með að halda tónleikagestum á sínum stöðum því að margir vildu príla upp á svið til hljómsveitarinnar. Einum tókst það og fór söngvarinn Zach de la Rocha fram á að honum yrði leyft að vera uppi og dansaði hann þá með sveitinni, frekar vandræðalega. De la Rocha, var heldur ekkert að reyna að róa Krikann niður heldur messaði yfir lýðnum um þann hrylling sem Bandaríkjastjórn hafði framið í Persaflóa. Ungmennin hoppuðu og þeyttu flösu í sælu og reiðivímu. Enginn fór vonsvikinn heim.

Vopnin sem gerð voru upptæk, DV 14. júní 1993.

Vopn og bognar fánastangir

Dyraverðir í Kaplakrika voru vel á verði og tóku mikið magn af vopnum af tónleikagestum. Fundu þeir fjóra hnífa, eitt bitjárn og eina handöxi sem færð voru lögreglunni í Hafnarfirði. Engar skýringar fengust á því af hverju tónleikagestir mættu vopnaðir. Margir voru þar mjög ölvaðir en enginn handtekinn á staðnum vegna þessa.

Þegar tónleikunum lauk upp úr miðnætti var gestum ekið í sérstökum vögnum niður í miðbæ Reykjavíkur og þar virtust tónleikagestirnir loksins fá útrás fyrir reiði sinni. Nokkrir klifruðu upp í fánastengur á Lækjartorgi og létu sig hanga úr þeim. Stangirnar beygðust svo mikið að þær voru taldar ónýtar á eftir. Í Hafnarfirði þurfti að hafa afskipti af ofurölvi unglingum víðs vegar um bæinn en sama kvöld var ráðist inn í gambraverksmiðju við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Þrátt fyrir þessa miklu ölvun og skemmdarverk var framkvæmd tónleikanna sjálfra til mikillar fyrirmyndar og allir sem þar voru minnast þeirra sem ógleymanlegrar stundar í íslensku tónlistarlífi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Í gær

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn