fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Flettu mann klæðum og niðurlægðu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. október 2018 14:00

Ný saga 1. janúar 1990 Hýðingum var beitt á Alþingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1679 voru þrír menn í Skaftafellssýslu dæmdir fyrir að beita þann fjórða, Hallstein Eiríksson, háðulegri meðferð. Þetta voru þeir Guðmundur Vigfússon, Jón Sveinsson og Jón Jónsson.

Þessi óprúttnu menn komu í heimsókn til Hallsteins, flettu hann klæðum og steyptu síðan blautum skinnstakki yfir hann allsberan. Eftir þetta leiddu þeir hann í kringum bæinn í viðurvist allra þar og þótti hin mesta svívirða.

Hallsteinn kærði þetta til Alþingis og í lögréttu voru varnir þremenninganna ekki teknar trúanlegar. Skyldu þeir vera jafnsekir fyrir þetta athæfi sem væri öðrum „ljótlegt eftirdæmi.“ Í miska þurftu þeir að greiða Hallsteini „tvöfalt fullrétti“ ef þeir ættu það til.

Að auki var þeim gert að gangast undir líkamlega refsingu og hafði valdsmaðurinn Einar Þorsteinsson yfirumsjón með henni. Í dómabók er þess þó ekki getið hvort þremenningarnir þurftu að undirgangast sams konar niðurlægingu og Hallsteinn eða þá sígilda hýðingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins