fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

TÍMAVÉLIN: Fyrsta áramótaskaupið á RÚV var tekið upp í einu rennsli og minnti á vikulokaþátt

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. maí 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisútvarpið var með glens útvarpsþætti á dagskrá á gamlárskvöldi allt frá árinu 1948 en fyrsta eiginlega áramótaskaupið var sýnt í sjónvarpinu sama ár og því var svo formlega komið á laggirnar, árið 1966.

Skaupið breytti því strax hvernig Íslendingar héldu upp á þennan dag því varla sást hræða á ferli á meðan þátturinn var sýndur.

Reyndar var mest áhersla lögð á tveggja tíma þátt sem nefndist Stjörnuspá en sá þáttur fékk afleita dóma.

Skaupið, sem rithöfundurinn Andrés Indriðason hafði umsjón með, mæltist miklu betur fyrir en var með allt öðru sniði en við þekkjum í dag.

Þátturinn var tekinn upp í einu rennsli og minnti á hefðbundinn vikulokaþátt með frásögnum, uppákomum og söngvum helstu leikara og tónlistarmanna þjóðarinnar.

Upptaka af skaupinu árið 1966 hefur ekki varðveist, því miður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru tilnefningarnar til Golden Globe

Þetta eru tilnefningarnar til Golden Globe
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“