fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fókus

Svona verða páskarnir fyrir hvert stjörnumerki fyrir sig

Fókus
Laugardaginn 3. apríl 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna.

Páskarnir fyrir hvert stjörnumerki fyrir sig…

Vikan 01.034 – 08.04.

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Hrúturinn vill finna sér tilefni til þess að fara í sparikjólinn og setja á sig varalit (og já það á eiginlega við fyrir öll kynin). Hrúturinn er í sínu klassíska flippstuði sem hann kemst í öðru hverju þegar hlutirnir hafa verið aðeins of venjulegir. #flipppáskar

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Nautið mun klárlega ganga á einhver fjöll. Þú munt í það minnsta verja miklum tíma í náttúrunni, lesa góðar bækur og púsla. Þér finnst svo gaman að púsla! Draumapáskahelgi fram undan fyrir jarðtengda náttúrubarnið okk

stjornuspa

Tvíburi
21. maí–21. júní

Tvíburinn heldur að hann sé Gordon Ramsay um páskahelgina, skellir á sig svuntunni og framreiðir alls konar skemmtilegar kræsingar fyrir sig og sína. Það má klárlega segja að þú munir bæta ófáum kílóum á þig um páskana.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Krabbinn mun leggja sig allan fram við páskaskreytingarnar. Útblásin egg í öllum heimsins litum, páskaratleikur og alls kyns skemmtilegheit í kortunum. Það má segja að þú munir rækta þitt innra barn og jafnvel skemmta þér betur en börnin sjálf í fjölskyldunni.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Ljónið mun klárlega borða yfir sig af súkkulaði og hefur líklegast ekki beðið eftir páskunum til þess að byrja á því að fá sér smá. Hey, það er svo sannarlega enginn að dæma þig, við elskum þig nákvæmlega eins og þú ert.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Skrúbba, bóna, skúra… Meyjan fer í tiltektargírinn og skipuleggur heimili sitt í bak og fyrir. Svo þegar hún hefur lokið því ætlar hún að verðlauna sig rækilega með dýrindis- og vel útilátinni páskamáltíð.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Vogin getur að venju ekki ákveðið hvað hún vill gera um páskana og er með valkvíða. Hún á endanum lætur einhvern annan ákveða það og fer svo inn í nokkuð afslappaða og kósí páskahelgi.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Gúrú-sporðdrekinn mun eiga óvenju andlega helgi. Þig langar bara að detoxa andlega og líkamlega, lokar á alla samfélagsmiðla og ferð í smá naflaskoðun milli þess að gera jóga og öndunaræfingar.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Bogmaðurinn er löööngu búinn að plana páskana og setja það í dagatalið hjá sér sem uppfærist svo sjálfkrafa hjá öllu þínu nánasta fólki. Þú ert allavega með eitthvað eitt pottþétt prógramm bókað, hvort sem það er bústaður, kvöldverður með fjölskyldunni, föndur eða allt sem er hér upptalið

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Þín plön eru nákvæmlega ekki nein. Þú munt svo sem gera alls konar um páskana en bara alls ekki plana neitt ákveðið. Þú ert afslappaður og fylgir bara flæðinu, ekki væri verra fyrir þig að eiga einn bogmann sem vin sem gæti bara planað þetta fyrir þig.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Vatnsberinn verður óvenju hefðbundinn að þessu sinni, kaupir sér eitt hóflegt páskaegg, nýtur þess að lesa málsháttinn og á bókaðan kvöldverð með fjölskyldunni. Þú ert jafnvel að spá í að fara í messu bara svona upp á djókið.

stjornuspa

Fiskur
19. febrúar–20. mars

Þú ert einn af þeim sem nýtur þess einmitt ekki að fara út úr bænum þegar hálf þjóðin ákveður að gera það. Þú ert svona leyni „rebel“ og það að gera öfugt við alla aðra gleður þig mjög mikið, m.a.s. þótt enginn annar taki eftir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“