Ef þú ferð í ræktina þá eru miklar líkur á að þú hefur gert þessi mistök. Sérfræðingar eru að vara við afleiðingum þess ef þú hættir ekki. News.au greinir frá.
Margir æfa í tækjasalnum með lítið handklæði og nota það til að þurrka svita af tækjunum eftir notkun. Þar liggur vandinn. Því fólk notar síðan sama handklæði til að þurrka sveitt andlit sitt.
Ástralski fegurðarsérfræðingurinn Belinda Hughes segir að þetta sé ekki einungis „ógeðslegur vani“ þá gæti þetta orsakað ýmis húðvandamál.
„Þú ert að setja ræktarsýkla beint á andlit þitt, sem er ekki bara ógeðslegt heldur getur líka orsakað bólur eða sveppasýkingu í húðinni,“ segir Belinda.
Til að sporna gegn þessu er gott að þrífa andlitið vel eftir æfingu með góðri og mildri andlitssápu. Svo geturðu að sjálfsögðu notað tvö handklæði, eitt fyrir tækin og annað fyrir andlitið þitt.