fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024

Elsta kona heims er 129 ára: „Ég vildi óska þess að ég hefði dáið ung“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 31. maí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin rússneska Koku Istambulova er fædd 1. júní árið 1889 og talin elsta manneskjan á lífi að svo stöddu. Hún er vel að máli farin, á auðvelt með göngu og getur séð um sig sjálfa, þó sjónin sé aðeins farin að dvína að hennar sögn.

Skoski fréttamiðillinn Daily Record náði tali af konunni þar sem hún var spurð meðal annars hver lykillinn væri að löngu lífi, en segir hún það vera vilja Guðs að halda henni svona gamalli og telur líf sitt í hnotskurn vera hreina refsingu.

„Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég varð svona gömul,“ segir Koku og spáir ekkert í íþróttaiðkun, líkamsrækt eða matargerð almennt. Þolir hún hvorki kjöt né súpur og kann best við gerjaða mjólk og segir einnig að uppáhaldsstaðurinn hennar sé gamalt rúm sem er staðsett fyrir utan húsið hennar. Þar finnst henni oft notalegt að sitja undir skugga trésins sem stendur við rúmið.

Segist hún hins vegar hafa séð sorgina oftar en hún kærir sig um og unnið nær alla sína ævi og aldrei hafa fengið neinn tíma til almennilegrar hvíldar eða skemmtana.

„Ég hef ekki átt einn dag hamingjusöm á allri minni ævi. Ég vildi óska þess að ég hefði dáið ung.“

Koku minnist ekkert á fjölskyldu sína en staðfesti að hún hafi misst mörg börn, þar á meðal sex ára son og lést síðasta afkvæmi hennar fyrir fjórum árum.

„Dagarnir flugu allir framhjá mér þegar ég var í vinnu,“ bætir hún við. „Í dag er ég bara að drattast gegnum lífið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segja að Víkingar séu búnir að ræða við stjörnu Breiðabliks

Segja að Víkingar séu búnir að ræða við stjörnu Breiðabliks
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Gömlu hjónin unnu milljónir í Víkingalottóinu – Þetta er það fyrsta sem þau keyptu sér

Gömlu hjónin unnu milljónir í Víkingalottóinu – Þetta er það fyrsta sem þau keyptu sér
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

„Týndur“ gervihnöttur fannst eftir 25 ár

„Týndur“ gervihnöttur fannst eftir 25 ár
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Auðunn Blöndal lýsir besta augnablikinu fyrir utan fæðingu barna sinna – „Eitt það erfiðasta sem ég hef horft á, það var svo mikið af tilfinningum“

Auðunn Blöndal lýsir besta augnablikinu fyrir utan fæðingu barna sinna – „Eitt það erfiðasta sem ég hef horft á, það var svo mikið af tilfinningum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varane gæti tekið gríðarlega óvænt skref aðeins 31 árs gamall

Varane gæti tekið gríðarlega óvænt skref aðeins 31 árs gamall
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

„Litli Bjarni býr bak við hjartað í mér í djúpum gluggalausum helli“

„Litli Bjarni býr bak við hjartað í mér í djúpum gluggalausum helli“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.