fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Fyrirsæta harðlega gagnrýnd fyrir að birta „skelfilega óviðeigandi“ myndir frá Dubai

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 09:48

Luana Sandien. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsæta hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að birta mynd af sér berri að ofan í eyðimörkinni í Dubai. Hún þvertekur fyrir að hafa gert nokkuð rangt, þar sem hendur hennar „hylja brjóst“ hennar á myndinni.

Luana Sandien er 27 ára og frá Brasilíu. Hún er fyrirsæta og munu birtast myndir af henni í næsta tölublaði danska Playboy. Hún nýtur einnig vinsælda á Instagram og deildi þar myndum af sér berbrjósta í eyðimörkinni í Dubai.

Mynd/Instagram

Myndirnar féllu ekki vel í kramið hjá netverjum sem sökuðu hana um að vanvirða strangar reglur landsins um fatnað, og sögðu myndirnar vera „skelfilega óviðeigandi“. Af trúarlegum ástæðum gilda strangar reglur um klæðnað kvenna í landinu og það er litið hornauga þegar kvenkyns ferðalangar eru berir að ofan eða sýna einhvers konar nekt. Það getur jafnvel talist sem brot gegn blygðunarsemi.

Mynd/Instagram

Luana svarar gagnrýninni í samtali við Daily Star. „Þetta er ein besta mynd sem hefur verið tekin af mér, en ég ætlaði ekki að gera lítið úr neinum,“ segir hún.

„Ég passaði að hylja brjóstin mín, vitandi að ég væri í landi þar sem er bannað að vera nakin, en þrátt fyrir það hefur mér verið ógnað.“

Einn fylgjandi hennar spurði á Instagram hvernig hún fór hjá því að vera handtekin vegna málsins. „Þeir leyfðu mér að gera hvað sem ég vildi, ég bý yfir persónutöfrum,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Í gær

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Í gær

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Í gær

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“