fbpx
Föstudagur 08.desember 2023

Fólk heldur alltaf að þær séu systur – Hvor er mamman?

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 3. mars 2020 14:00

Hvor er mamman?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonia Magnier, frá Írlandi, er lífsstíls- og viðskiptaþjálfi. Hún á 21 árs gamla dóttur, Renee. Sonia segir að fólk heldur „alltaf“ að Renee sé systir hennar.

„Við erum alltaf spurðar hvort við séum systur. Það er fyndið að sjá svipinn á fólki þegar við útskýrum að við séum mæðgur,“ segir hún í viðtali við Fabulous Digital.

Sonia, til vinstri, og Renee, til hægri.

Sonia telur atvinnu sína vera ástæðuna fyrir því að hún sé svona ungleg.

„Lífsstílsþjálfun snýst um að einblína á jákvætt hugarfar. Ég vinn líka mikið með yngri konum, svo það hjálpar líka. Svo held ég mér í formi með því að fara í ræktina þrisvar í viku. Ég stunda líka daglega jóga og hugleiðslu,“ segir hún.

Sonia fer í ræktina þrisvar í viku.

Hún bætir við að það hjálpi gríðarlega að hugsa vel um húðina, borða hollt og drekka nóg af vatni.

„Hvernig þú klæðir þig skiptir líka máli. Renee er mjög dugleg að gefa mér tískuráð,“ segir Sonia.

„Við eyðum miklum tíma saman. Við förum saman að versla, í hádegismat og kvöldmat og förum reglulega í frí saman.“

F.v.: Sonia, móðir Soniu og Renee.

En hvað finnst Renee um þetta allt saman.

„Renee finnst það bráðfyndið að fólk heldur að við séum systur. Hún elskar að eiga unglega mömmu sem er gaman að hanga með,“ segir Sonia.

Sonia er ekki eins hrifin af djamminu og dóttir sín.

Sonia hefur hins vegar ekki jafn gaman af næturlífinu og dóttur sín.

„Við förum ekki oft út á lífið. Ég er eiginlega komin með nóg af því. Ég var dugleg að djamma á þrítugsaldrinum. Núna vil ég frekar eyða tímanum heima um helgar. Ég hef eytt allt of mörgum sunnudögum þunn þegar ég var yngri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Þetta eru ákvæðin sem voru felld úr siðareglum ráðherra

Þetta eru ákvæðin sem voru felld úr siðareglum ráðherra
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Viðar sagður skoða mögulega heimkomu – Laus í Búlgaríu

Viðar sagður skoða mögulega heimkomu – Laus í Búlgaríu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – „Láta kné fylgja kviði“

Langskotið og dauðafærið – „Láta kné fylgja kviði“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Handtekin fyrir að reyna að kveikja í sögufrægu húsi

Handtekin fyrir að reyna að kveikja í sögufrægu húsi
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Veðurfréttakona svaraði ljótum skilaboðum í beinni

Veðurfréttakona svaraði ljótum skilaboðum í beinni
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Bandaríkjaforseta á yfir höfði sér 17 ára fangelsi

Sonur Bandaríkjaforseta á yfir höfði sér 17 ára fangelsi
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Þetta þarf ekki að vera svona

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Þetta þarf ekki að vera svona

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.