fbpx
Föstudagur 01.mars 2024

Heiðrún er með ráð til þeirra sem ætla í átak á nýju ári: „Þetta er kannski ekki auðvelt en þetta er einfalt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Finnsdóttir er tveggja barna móðir og bæði æfir og þjálfar CrossFit. Hún spáir einnig mikið í næringu og heilsu, bæði líkamlegri og andlegri. Hún sagði DV sögu sína í mars 2019. Hún sagði meðal annars frá því hvernig hún prófaði alla megrunarkúra og töfralausnir sem völ var á í þeirri von að léttast og bæta lífsgæðin. „Það gerðist aldrei neitt almennilega en ég var alltaf að reyna og gera hver mistökin á eftir öðrum,“ sagði Heiðrún.

Heiðrún heldur úti Instagram-síðunni @heidrunfinnsdottir þar sem hún deilir reglulega allskonar fróðleik um heilsu og hreyfingu. Hún skrifar einnig reglulega pistla og gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila þeim nýjasta með lesendum.

Sjá einnig: Heiðrún um hollt mataræði: „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“

Í pistlinum, sem hún deildi á Facebook, ræðir Heiðrún um það þegar fólk hendir sér í átak strax eftir áramót og endar með að springa nokkrum vikum seinna, næsta ár er það sama endurtekið í endalausri hringrás.

Heiðrún breytti sjálf um lífsstíl fyrir nokkrum árum svo hún veit hvað hún syngur þegar kemur að því að gera eitthvað til langframa.

Heiðrún Finnsdóttir þekkir það vel hvernig það er að koma sér í form og halda því áfram.

Við gefum Heiðrúnu orðið.

„Þegar klukkan slær 12 á miðnætti og nýtt ár gengur í garð og við lofum öllu fögru. Losa sig við 35 kg, byrja í ræktinni, borða salat og kjúklingabringur í öll mál.

Og svo kemur 1. janúar og ekkert gerist. Þann 2.-3. janúar mætir maður í ræktina og veit ekkert hvað á að gera við allan þennan búnað og endar bara á hlaupabrettinu þar sem maður skokkar af stað í nokkrar mínútur eða þar til hlaupastingurinn fer með mann og maður hættir að geta andað.

Næstu dagar eru svipaðir, maður stígur daglega á vigtina, mætir í ræktina og horfir á mannfjöldann, skilur ekki neitt í neinu, hættir sér varla inn á lóðasvæðið enda fullviss um að allir séu að fylgjast með manni og sjá það á manni að maður viti ekkert hvað maður er að gera. Bara betra að leyfa þessum massa gellum og hrikalegu gæjum að eiga lóðin. Öruggast að halda sig bara við tækin ekki satt?

Þrettándinn gengur í garð og þá byrjar átið aftur. Maður skóflar í sig restinni af jólaísnum og smákökunum og skolar þessu niður með heitu súkkulaði.“

Vigtin aftur upp

„Og BÚMM! Daginn eftir ríkur vigtin upp og hvað? Jú mann langar að gefast upp. En maður heldur sér við efnið aðeins lengur enda nýbúin að fjárfesta í þessu líka fína líkamsræktakorti.

Svo gerist það. Maður getur ekki mætt á þeim tíma sem við ætluðum að mæta á og fyrsta skrópið kemur. Það er auðvitað ekki hægt að mæta í ræktina utan þess tíma sem maður er vanur er það nokkuð?

Samviskubitið nagar mann og maður tekur bara góða æfingu á morgun í staðinn. Svo kemur morgundagurinn, það átti að vera hvíldar dagur svo það er allt í lagi að hvíla bara þó þú hafir skrópað i gær er það ekki? Jú, shit happens. Ferð bara á morgun.

En þá eru krakkarnir lasnir svo maður kemst ekki. Og nokkrir dagar líða, krakkarnir ekki lengur lasnir en maður alveg dottin úr gírnum, orðinn styrktaraðili líkamsræktarstöðvana og löngu hættur að pæla í hvað maður er að setja upp í sig.

Og árið líður, 2021 gengur í garð og aftur gerir maður þetta, ár eftir ár eftir ár.“

Hvers vegna gerist þetta?

„Hvers vegna gerist þetta aftur og aftur? Af hverju helst maður ekki við efnið? Gæti það verið af því maður hreinlega vill ekki breytast? Af því maður hefur bara EKKERT gaman að ræktinni og gerir þetta vegna þess að við vitum að þetta er gott fyrir okkur og við þurfum að huga að heilsunni?

En hvað myndi gerast ef maður byrjar í íþrótt sem manni finnst skemmtileg? Kynnast fólki sem hefur svipað áhugamál og maður sjálfur og stundar íþróttina með manni? Myndi það breyta einhverju?

Hvað ef við sleppum því að hoppa í líkamsræktina og prófum eitthvað sem okkur hefur alltaf langað að prófa? Pole Fitness, Bumbubolta, tennis, fullorðins fimleika eða skylmingar. Hvað ef þú ert bara ekki líkamsræktar týpan en ert CrossFit týpan?“

Þarft ekki að vera eins og aðrir

„Það eru 1000 aðferðir til að huga að heilsunni og þú þarft ekki að gera eins og allir aðrir. „Trikkið“ er að finna hreyfingu sem hentar þér, sem þér finnst skemmtileg. Hreyfing sem þú hlakkar til að mæta í og stunda. Ekki hreyfing sem þú þarft að stunda, heldur hreyfing sem þú færð að stunda.

Svo ég skora á þig að finna þína íþrótt, prófaðu og hættu að afsaka þig. Drullastu bara af stað og finndu hvað þér finnst gaman og gerðu það!

Það er hægt að bæta heilsuna, „trikkið“ er bara að finna eitthvað sem heillar þig svo mikið að það verður skemmtilegt að sinna sjálfum sér og líkamlegri/andlegri heilsu.“

Fyrir og eftir myndir á Instagram.

Heiðrún deilir reglulega fyrir og eftir myndum á Instagram og hvetur fylgjendur sína til að spyrja spurninga út í sitt ferðalag. Hún vill hjálpa öðrum að ná sínum markmiðum í átt að betri heilsu.

https://www.instagram.com/p/B6oSdNzgcgk/

„Þetta getur verið gert. Þetta er kannski ekki auðvelt en þetta er einfalt,“ segir hún.

Hún deildi nýlega tveimur myndum af sér, ein er frá jólunum 2018 og hin frá jólunum 2014. Í færslunni með myndunum sagði hún að fólk ætti ekki að vera hrætt við að gera mistök eða prófa nýja hluti.

„Hver mistök sem þú gerir færir þig nærri markmiði þínu þannig gerðu allt sem þú getur, vitandi það að einn daginn áttu eftir að ná því,“ segir Heiðrún.

https://www.instagram.com/p/B6Fz904AkKi/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vikið úr starfi eftir ásakanir fréttakonu: Sakar hann um kynferðislegt áreiti – ,,Ég var eina fórnarlambið“

Vikið úr starfi eftir ásakanir fréttakonu: Sakar hann um kynferðislegt áreiti – ,,Ég var eina fórnarlambið“
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Reykjavíkurborg leitar á náðir þróunarbanka til að fjármagna viðhald skólabygginga

Reykjavíkurborg leitar á náðir þróunarbanka til að fjármagna viðhald skólabygginga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forráðamenn United brjálaðir eftir að Fulham birti þetta myndband af Bruno

Forráðamenn United brjálaðir eftir að Fulham birti þetta myndband af Bruno
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Ívar Orri borðaði hráan kjúkling á lokadegi áskorunar um að borða bara óeldaðan mat í fjórar vikur

Ívar Orri borðaði hráan kjúkling á lokadegi áskorunar um að borða bara óeldaðan mat í fjórar vikur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hræðilegt atvik náðist á myndband – Féll nokkra metra niður í London í gær

Hræðilegt atvik náðist á myndband – Féll nokkra metra niður í London í gær
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.