fbpx
Miðvikudagur 16.júní 2021

Af hverju gaf Lady Gaga aðdáanda jakkann sinn?

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 19. júní 2020 10:42

Lafðin er komin með nýjan upp á arminn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan Lady Gaga var ljósmynduð í vikunni fyrir utan markað í Malibu. Á myndinni sést Gaga rétta aðdáanda, Mckee, leðurjakkann sinn. Hin 27 ára Mckee, segir í viðtali frá þessu augnabliki sem hún mun víst seint gleyma. Þessu greinir vefmiðillinn eonline.com frá.

Flottur jakki

„Ég gekk inn og sagði við ókunnuga konu, „Hey, þetta er rosalega nettur jakki sem þú ert í,“ og konan svaraði, „Takk“. Ég kannaðist við röddina og ég er yfirleitt ekki alveg týpan sem gefur sig á tali við frægt fólk úti á götu.“

Þegar Mckee áttaði sig á hverjum hún hafði verið að hrósa ákvað hún þó að grípa tækifærið og dásama Lafðina enn meir fyrir góð og gagnleg störf fyrir hinsegin samfélagið. Mckee gekk upp að Gaga og sagði: „Þú er Lady Gaga, er það ekki? Besti vinur minn úr menntaskóla var mikill aðdáandi þinn. Þú ert ástæðan fyrir því að hann kom út úr skápnum.“ og bætir við: „Mér fannst að Gaga yrði að heyra þessa sögu.“

Þá bætti Mckee við: „Mín fyrstu fimm húðflúr eru öll tileinkuð þér og bróðir minn kom líka út úr skápnum fyrir mér, vegna þín. Ég vildi bara segja: Takk fyrir að vera svona góður bandamaður.“

Agndofa

Mckee sagði að Gaga hefði verið snortin af sögu hennar og var heldur betur agndofa yfir því hvað lafðin gerði næst. „Á meðan ég er að tala við Gaga byrjar hún að klæða sig úr jakkanum og segir: „Þú fílaðir jakkann minn svo mikið. Hérna. Hann er þinn. Farðu í hann núna strax. Nú ertu sko töffari.“

Mckee segist vart geta orðið snortnari yfir því að hafa fengið að hitta Lady Gaga, sem væri svo góð og umhyggjusöm og með svo mikla samkennd. Hún væri í alla staði svo falleg manneskja. „Mig langaði að gráta, þetta var svo innilegt augnablik. Ég hef dáðst af Gaga síðan í menntaskóla. Tímasetningin er allt. Ég trúi því staðfastlega að þetta augnablik átti að eiga sér stað í stóra samhenginu.“

Hér má sjá Mckee klæðast jakkanum frá Lady Gaga.

Í gegnum feril sinn hefur söngkonan ávallt verið öflugur stuðningsmaður LGBTQ+ samfélagsins. Í júní í fyrra flutti hún hjartnæma ræðu í tilefni 50 ára afmælis Stonewall mótmælanna 1969. Þar stóð hún fyrir framan Stonewall minnismerkið klædd regnbogasamfestingi og sagði: „Þetta er ykkar frelsi. Þetta er ykkar hamingja sem þið hafið alltaf átt skilda. Ég mun aldrei hætta að berjast fyrir ykkur.“ Svo sagði hún: „Sönn ást, sönn ást, sönn ást er þegar þú myndir fórna þér fyrir einhvern og þú veist sá og hinn sami myndi fórna sér fyrir þig hvenær sem er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Danny Rose mættur til Watford

Danny Rose mættur til Watford
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Pavard rotaðist í gær

Pavard rotaðist í gær
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Borgarstjóri vill ekki stytta opnunartíma skemmtistaða

Borgarstjóri vill ekki stytta opnunartíma skemmtistaða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Szczesny alltaf í vandræðum í fyrsta leik á EM

Szczesny alltaf í vandræðum í fyrsta leik á EM

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.