fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020

Sorglegur raunveruleiki á bak við frægð þrettán ára stúlku

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. maí 2020 13:53

Danielle Cohn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vissi enginn raunverulegan aldur YouTube-stjörnunnar Danielle Cohn fyrr en faðir hennar steig fram og sagði að hún væri aðeins þrettán ára. Fyrir það höfðu hún og móðir hennar haldið því fram að hún væri fimmtán ára.

Danielle Cohn er samfélagsmiðlastjarna með 1,7 milljón fylgjendur á YouTube og 4,8 milljón fylgjendur á Instagram. Danielle hefur lengi verið umdeild vegna ungs aldurs síns og efnisins sem hún deilir á samfélagsmiðlum, sem mörgum þykir óviðeigandi. Gagnrýnin náði ákveðnum hápunkti þegar raunverulegur aldur hennar kom í ljós.

Kærastinn

Dustin, faðir Danielle, steig fram í færslu á Facebook í september síðastliðnum og sagði að Danielle væri aðeins þrettán ára, ekki fimmtán ára eins og Danielle og móðir hennar vildu meina. Dustin sagði að móðir Danielle, Jennifer, væri að hvetja hana til að deila djörfum myndum af sér og að vera í sambandi með eldri strákum.

Fyrrverandi kærasti Danielle, Mikey Tua, var sautján ára þegar þau voru saman. Þau voru saman í ár en hættu saman eftir að foreldrar Mikey komust að raunverulegum aldri Danielle. Þau tóku yfir samfélagsmiðla hans í kjölfarið og skrifuðu eftirfarandi tilkynningu á Instagram:

„Við getum ekki lengur samþykkt samband Mikey og Danielle eftir að hafa fengið viðkvæmar upplýsingar um Danielle. Mikey er ennþá undir lögaldri og þess vegna höfum við tekið yfir samfélagsmiðlana hans.“

Faðir Mikey sagði að sonur hans vildi að foreldrar hans yrðu sviptir forræði yfir honum.

„Ég skil það en ef það gerist getur hann lent í fangelsi. Danielle er ekki fimmtán ára,“ sagði hann.

Móðir Mikey sagðist hafa fengið afrit af fæðingarvottorði Danielle. Hún fann einnig gamla grein um Danielle frá árinu 2012. Í greininni kom fram að Danielle væri sex ára og með einföldum reikningi er hægt að finna út raunverulegan aldur hennar. Einnig hafa myndir af Jennifer á fæðingardeildinni farið í dreifingu um internetið. Á myndunum má sjá að þær eru síðan 2006.

Fyrirtækin

Dustin, faðir Danielle, gagnrýndi einnig fyrirtækin sem hafa verið í samstarfi með Danielle.

„Instagram, YouTube, Fashion Nova, Buzzfeed, Universal, Target, Bang Energy Drinks og Kaliforníu-ríki eru greinilega samþykk misnotkun barna í gróðaskyni,“ sagði hann.

„Þeim finnst ekkert mál að nota dóttur mína fyrir smelli. Barn sem er nýorðið þrettán ára.“

Dustin sagði að hann vilji að dóttir sín sé hamingjusöm en „ekkert þrettán ára barn ætti að dansa um á nærfötunum“ í myndböndum.

Danielle svaraði föður sínum á Instagram og sagðist vera hamingjusöm, að hann væri ekki hluti af lífi hennar og að móðir hennar sé „betra foreldri en hann gæti nokkurn tíma orðið.“

View this post on Instagram

A post shared by Danielle<3 (@daniellecohn) on

Móðir Danielle

Jennifer Archambault, móðir Danielle, hefur verið harðlega gagnrýnd og sökuð um að vera stýra ferli dóttur sinnar bak við tjöldin.

Gagnrýnin snýr að stórum hluta að myndunum sem hún tekur af Danielle. Á myndunum er Danielle gjarnan fáklædd og í „óviðeigandi stellingum“ fyrir tólf og þrettán ára barn.

Jennifer hefur einnig verið harðlega gagnrýnd fyrir að leyfa og beinlínis hvetja Danielle að eiga í sambandi við eldri stráka. Þegar hún var ellefu ára var hún í sambandi með sextán ára strák, Sebastian Topete.

YouTube-síðan Anna Oop gerði á dögunum myndband um Danielle Cohn og sorglegan raunveruleika á bakvið frægð hennar. Þar er sérstaklega fjallað um Jen og hvaða áhrif hún hefur á dóttur sína.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

„Þeir sem þjást af röskuninni eyða oft mörgum tímum á dag í að hugsa um útlit sitt“

„Þeir sem þjást af röskuninni eyða oft mörgum tímum á dag í að hugsa um útlit sitt“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Flýta stórleiknum á Anfield svo að fólk geti klárað leikinn á pöbbnum

Flýta stórleiknum á Anfield svo að fólk geti klárað leikinn á pöbbnum
Kynning
Fyrir 15 klukkutímum

Forsýning í Brimborg: Nýi Mazda MX-30 rafbíllinn

Forsýning í Brimborg: Nýi Mazda MX-30 rafbíllinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Heldur Liverpool áfram í gír?

Langskotið og dauðafærið – Heldur Liverpool áfram í gír?
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 230 milljónir í pottinum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 230 milljónir í pottinum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.