fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025

Í áfalli eftir að læknir missti andvana barn hennar: „Þú eignast fleiri“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 8. nóvember 2019 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Haltu áfram að rembast! Hann er næstum því kominn út,“ man Kristal eftir að hafa heyrt lækninn öskra.

Hún átti erfitt með að sjá í kringum sig, vegna táranna sem streymdu niður andlit hennar. Hún hafði verið í geðshræringu í marga klukkutíma, síðan hríðarnar urðu svo slæmar að hún gat varla hreyft sig.

Nokkrum mínútum seinna kom litli Ian í heiminn. Kristal sá svipinn á Diego, kærasta sínum, er hann sneri sér í burtu í angist.

„Vegna þess að Ian var svo lítill þá rann hann einhvern veginn út og þeim mistókst að grípa hann,“ skrifaði Kristal í pistli á Love What Matters.

„Þetta er í lagi, þú ert ung, þú átt eftir að eignast fleiri, þú ert í lagi,“ sagði læknirinn.

„Hvernig geturðu sagt mér að ég sé í lagi, ég var að missa son minn! Ég trúði ekki því sem var að gerast.“

Dauðhrædd

Kristal hafði vitað það alla sína ævi að henni var ætlað að vera móðir. En það var ágætis sjokk þegar hún komst að því að hún væri ólétt aðeins 24 ára. Hún og Diego höfðu aðeins verið saman í þrjá og hálfan mánuð og hún bjó enn þá hjá foreldrum sínum.

„Ég var dauðhrædd, ég var áhyggjufull og ég var óundirbúin,“ segir hún. News.au greinir frá.

„Bæði ég og Diego vorum í sjokki. Eina sem ég gat hugsað um var hvernig foreldrar mínir myndu bregðast við. Ég byrjaði meira að segja að skoða íbúðir til öryggis.“

Það tók smá tíma fyrir foreldra hennar að taka fréttunum en síðan voru allir fjölskyldumeðlimir spenntir að hitta litla Ian. Fjölskyldan fagnaði öll saman þegar kom í ljós að von væri á litlum dreng.

Slæmur verkur

Það kom Kristal á óvart hvað meðgangan var að ganga vel fyrir sig. Þar til einn daginn hún fékk skelfilegan sting í magann. Hún fór til læknis og barnið var í góðu lagi.

„Mér var sagt að þetta væru líklegast vaxtaverkir því ég var næstum komin 21 viku á leið,“ segir hún.

En daginn eftir vaknaði hún og var skelfilega verkjuð. En í stað þess að fara á spítalann fór hún aftur að sofa. „Ég vildi óska þess að ég hefði gert þetta öðruvísi. Ég vildi óska þess að ég hafi hlustað á innsæið mitt sem var að segja mér að það væri eitthvað að,“ segir hún.

Kristal fór til læknis um kvöldið, en þá var hún svo verkjuð að hún gat varla gengið.

„Ég byrjaði að gráta. Ég vissi að það væri eitthvað að litla Ian mínum. Ég var dauðhrædd.“

Fara án hans

Kristal þurfti að bíða í marga klukkutíma þar til hún fékk að vita hvað væri að. Það kom í ljós að líkami Kristal væri að berjast við sýkingu og að sonur hennar myndi líklegast ekki lifa hana af.

„Hvernig fór ég frá því að vera spennt fyrir að vera gengin 21 viku á leið yfir í það að vita að ég myndi ekki yfirgefa spítalann án hans. Ég vildi ekki gera neitt. Ég vildi vakna úr þessari martröð. Ég var í alvöru að missa barnið mitt, og þarna missti ég það gjörsamlega,“ segir Kristal.

Kristal man eftir að hafa rembst og séð ástarsorgina á fjölskyldunni í kringum hana. Eins og fyrr segir þá varð sársaukinn enn verri þegar læknirinn missti Ian þegar hann kom í heiminn.

Fékk svör

„Mér var sagt að ég væri með „óhæft“ leg og að fylgjan mín væri öll út í bakteríu, og líkami minn hafi kosið mig fram yfir barnið. Ég fann fyrir smá frið á þessu augnabliki, vitandi að ég hafi fengið svör. Margar konur missa fóstur en fá aldrei svör. Ég fékk allavega það,“ segir Kristal.

Það var erfitt að kveðja Ian. „Ég trúði ekki að ég væri að fara af spítalanum án hans. Ég veit að Ian veit hversu mikið ég elska hann og sakna hans. Ég veit að hann er í hjarta mínu og það lætur mér líða vel,“ segir hún.

„Þetta er mín saga, raunveruleg og hrá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

EM: Noregur vann Sviss

EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína varpar ljósi á uppákomuna í kvöld – „Eg hef aldrei séð hana svona veika“

Karólína varpar ljósi á uppákomuna í kvöld – „Eg hef aldrei séð hana svona veika“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð