fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Erna stofnaði alþjóðlega síðu fyrir jákvæða líkamsímynd – Fær fjölbreytta viðmælendur: „Að alast upp með dvergvöxt var mjög erfitt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 7. október 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfræðingurinn og áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir, eða Ernuland eins og hún er betur þekkt, breiðir boðskap jákvæðrar líkamsímyndar út fyrir landsteina.

Erna stofnaði nýverið Instagram-síðuna @FreeAllBodies. Hún ákvað að hafa síðuna alþjóðlega og opna öllum. Hún hefur fengið tvo viðmælendur til að „taka yfir“ síðuna í sólahring og deila sinni reynslu og upplifun af jákvæðri líkamsímynd.

Fyrir tveimur dögum tók ástralski áhrifavaldurinn Jonna Ross, eða Lil Miss Ross eins og hún kallar sig, við síðunni. Jonna er með dvergvöxt og er 91 cm á hæð. Á síðu Ernu Kristínar, @FreeAllBodies, segir hún frá hvernig það var að alast upp með dvergvöxt og hvaða áhrif það hafði á líkamsímynd hennar.

https://www.instagram.com/p/B3IPMh5AoQz/

Hafði aldrei séð manneskju með dvergvöxt

Meðalhæð einstaklinga með dvergvöxt er um 130 cm. Jonna er með sjaldgæfa tegund af dvergvexti.

„Við erum um 200 manns í heiminum með þessa tegund,“ segir hún. „Það eru um 300 mismunandi tegundir af dvergvexti til í heiminum.“

Jonna segir að hún sé eina manneskjan í fjölskyldu sinni sem er með dvergvöxt, sem hún segir vera algengt.

„Að alast upp með dvergvöxt var mjög erfitt. Ég held að það hafi spilað inn í að enginn í fjölskyldu minni væri með dvergvöxt og skildi hvað ég var að ganga í gegnum. Þetta tók mikið af öryggi mínu og ég var mjög óörugg. Allir vinir mínir voru líka í meðalhæð. Ég þekkti ekki neinar manneskjur með dvergvöxt fyrr en ég fór á ráðstefnu Little People Of America. Þá koma saman þúsundir einstaklinga víðsvegar úr heiminum og við eyðum tíma saman og fræðumst um mismunandi tegundir af dvergvexti,“ segir Jonna.

https://www.instagram.com/p/B3Fs-esnJve/

Jonna hefur farið á fimm ráðstefnur. Hún var um 6-7 ára þegar hún fór á sína fyrstu ráðstefnu og sá þá í fyrsta skipti aðra manneskju með dvergvöxt.

„Fyrst þegar ég sá [manneskju með dvergvöxt] þá hræddi það mig. Sem er frekar fyndið,“ segir hún.

„Ég átti mjög erfitt með að samsama mig með hvernig lítið fólk leit út. Því ég var umkringd meðalháu fólki.“

Þú getur horft á Jonnu Ross segja sögu sína á Instagram-síðu @FreeAllBodies með því að ýta á Storytell #2 eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Stofnaði síðuna

Erna Kristín er 28 ára móðir, guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Hún gaf út bókina Fullkomlega Ófullkomin árið 2018. Bókin er hvatningarbók fyrir konur og er ætlunin að efla konur á öllum aldri að taka skrefið í átt að jákvæðri líkamsímynd. Hún er með persónulega Instagram-síðu, Ernuland, þar sem rúmlega 17 þúsund manns fylgjast með henni. Hún opnaði Free All Bodies í lok júlí á þessu ári.

„Ég opnaði Free All Bodies síðuna því Facebook-hópurinn Jákvæð Líkamsímynd var að ganga mjög vel. Þar geta allir deilt sinni sögu og notað sína rödd. Mér finnst mjög mikilvægt að fólk fái rými og vettvang til að tala og segja sína sögu,“ segir Erna Kristín.

„Ég ákvað að hafa það alþjóðlegt því við erum bara litla Ísland og það er gott fyrir okkur að heyra raddir annars staðar frá. Ég nefndi síðuna Free All Bodies því þetta snýst um alla líkama. Þetta er ekki bylting fyrir einhvern ákveðinn hóp. Það er líka misjafnt hvað fólk tengir við og því gott að hafa fjölbreytta flóru af viðmælendum.“

https://www.instagram.com/p/B3HBE2Pg7RL/

Erna Kristín segist setja nokkrar kröfur fyrir viðmælendur síðunnar.

„Það má ekki tala um megrunarmenningu (e. diet culture) nema til að fræða. Það er enginn að fá að vera í story og segja „því mjórri því betra.“ Það er enginn að fara að auglýsa einhvern megrunarkúr eða eitthvað tengt megrunarmenningu. Viðmælendur eru einstaklingar sem eru að fara að efla jákvæða líkamsímynd og tala gegn megrunarmenningu,“ segir hún.

Næsti viðmælandi Ernu Kristínar á Free All Bodies er sænskur karlmaður. „Það verður gaman að heyra hvað hann hefur að segja. En það er ekki eins auðvelt að finna karlmenn. Maður þarf að fara krókaleiðir. En ég er alveg að finna erlenda karlmenn, en á erfiðara með að finna íslenska,“ segir Erna.

https://www.instagram.com/p/B2t-rPTgN1P/

Frítt námskeið

Ástjarnakirkja býður konum á frítt námskeið fyrir um jákvæða líkamsímynd og verður Erna Kristín leiðbeinandi þess. Námskeiðið, Lærum að elska líkama okkar, hér og nú, verður haldið næstkomandi fimmtudag.

Fyrir 13-17 ára verður námskeiðið klukkan 16:00-17:30 og fyrir 18 ára og eldri verður það klukkan 18:00-19:30.

„Farið verður yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa fólki verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og læra að endurforrita hugann með breyttu viðhorfi til líkamans eins og hann lítur út, hér og nú. Í lok tímans verður hægt að skrá sig í einkaviðtöl hjá mér,“ segir Erna Kristín.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á ernuland@gmail.com.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.