fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Íslenska veðrið eyðilagði brúðkaupsplönin: „Ég held við munum aldrei gleyma veðrinu“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zdenek og Martina ákváðu að eiga lítið og persónulegt brúðkaup á Íslandi. Íslenska veðrið var hins vegar ekki með þeim í liði en það stoppaði þau þó ekki að eiga yndislega upplifun með nánustu fjölskyldu sína sér við hlið.

Parið ætlaði að gifta sig í Reynisfjöru en vegna veðurs breyttust þau plön.

„Zdenek og Martina trúlofuðust við Dyrhólaeyjarvita í ágúst 2017 og vissu það strax að þau vildu gifta sig á Íslandi. Ég byrjaði að tala við þau í gegnum tölvupóst í janúar. Við eyddum mánuðum að skipuleggja daginn í gegnum tölvupóst og FaceTime til að tryggja að dagurinn þeirra yrði eins og þau vildu. Zdenek og Martina búa í Prag og ég bý í Texas, þannig samskipti var lykillinn,“ segir Nicole Thomson, ljósmyndari hjónanna, í samtali við IntimateWeddings.com

„Upphaflega ætluðu þau að gifta sig á svörtu ströndinni í Reynisfjöru, en veðrið var of slæmt. Vindurinn og öldurnar eru oft of sterkar til að Reynisfjara sé örugg, þannig þennan dag var hún lokuð!“

Nicole sá litla kirkju nálægt fjörunni og stakk upp á því að parið myndi gifta sig fyrir framan kirkjuna og þannig skýla sér frá vindinum. „Athöfnin var mjög stutt og köld, svo fóru þau að borða með fjölskyldu sinni á Suður-Vík.“

Vegna veðurs var brúðkaupsmyndatökunni frestað um einn dag. „Við tókum myndir á norður og norðurvestur hluta Íslands,“ segir Nicole. „Ég elskaði að geta stoppað til hliðar á vegum þar sem engir túristar voru til að skoða og taka myndir. Þetta var draumur miðað við túristasvæðin á Íslandi.“

Fimm gestir voru viðstaddir brúðkaup Martinu og Zdenek. Foreldrar þeirra og dóttir Zdenek. Ferðalagið og brúðkaupið kostaði samtals um eina milljón krónur.

IntimateWeddings.com spurði hjónin út í brúðkaupið á Íslandi. Þau sögðu að það erfiðasta við að gifta sig erlendis væri öll pappírsvinnan til að gera hjónabandið löglegt í heimalandi sínu.

Aðspurð hvað stóð upp úr á brúðkaupsdaginn segir Martina: „Klárlega veðrið! Ég held við munum aldrei gleyma veðrinu á brúðkaupsdaginn okkar því það var mjög kalt, mikill vindur og rigning. Við gátum ekki gift okkur á svartri ströndinni eins og okkur langaði vegna veðurs,“ segir Martina. „Við þurftum að taka myndirnar daginn eftir vegna veðursins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir