fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Tók tvö börn að sér í fóstur – Brast í grát þegar hún komst að sannleikanum

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katie Page, einstæð kona í Colorado á fertugsaldri, þráði fátt heitar en að eignast barn. Þegar henni barst póstur frá nálægri kirkju um möguleika þess að taka að sér fósturbörn var hún ekki lengi að slá til. Í pistli sem hún skrifaði fyrir vefinn LoveWhatMatters segist Katie hafa fengið gæsahúð og hjartakipp þegar hún las um umsjón fósturbarna.

Í kjölfarið á þessari ákvörðun sóttist hún eftir börnum sem höfðu upplifað áfall á ungum aldri og var þeirrar skoðunar að hún vildi veita slíku barni stanslausa umhyggju og fyrst og fremst betra líf.
Skömmu eftir að umsóknarferlið fór af stað var hún beðin um að taka að sér fjögurra daga dreng sem búið var að yfirgefa á sjúkrahúsi.

Móðir drengsins var í mikilli eiturlyfjaneyslu á meðgöngunni en sem betur fer voru engin sjáanleg merki um áhrif hennar á drenginn að mati lækna. Katie tók hann að sér og skírði hann Grayson. Þá tók við ellefu mánaða leit að blóðforeldrum barnsins.

Katie og Grayson. Mynd: Mirror

„Enginn svaraði auglýsingunni sem ég setti í dagblöð og það kom heldur aldrei neinn að sækja strákinn á spítalanum,“ segir Katie. Á ellefta mánuðinum var ættleiðingin samþykkt og Grayson var orðinn að syni hennar.

Lífið varð aldrei eins aftur

Aðeins tveimur vikum seinna fékk Katie símtal frá fulltrúa ættleiðingaryfirvalda og bauðst henni tækifærið að sjá tímabundið um annað fjögurra daga gamalt barn. Það var stúlka að þessu sinni. Líkt og með Grayson hafði móðirin verið í gífurlegri neyslu og stóðst Katie ekki mátið að taka á móti stúlkunni með opnum örmum.

Það var hins vegar eitthvað afar athugavert við þessa stúlku að sögn Katie. Á armbandi stúlkubarnsins tók hún eftir að blóðmóðir stúlkunnar væri skráð með sama afmælisdag og móðir Grayson.

Eftir því sem Katie skoðaði málið nánar fór hún að spyrjast fyrir hvort börnin gætu í rauninni átt sömu blóðmóður. Þetta þótti ættleiðingarstofunni fráleitt og vægast sagt ólíklegt, en eftir ítarlega skoðun kom í ljós að svo væri; Katie hafði sameinað systkinin tvö án þess að vita af því. Móðirin hafði eignast stúlkuna án þess að það hefði verið skrásett af ríkinu.

Katie brast samstundis í grát þegar hún fékk símtalið með þessum fréttum og kallaði uppgötvunina hreint kraftaverk. Þá kom ekki annað til greina en að ættleiða stúlkuna einnig, sem hefur hlotið nafnið Hannah.

En sagan endar ekki þarna. Rúmu ári eftir fæðingu Hönnuh hafði sama móðir eignast annan dreng. Katie tók hann einnig að sér í fóstur og vonast til þess að ættleiðingin gangi eftir til að sameina fjölskylduna.

Í dag eru þau fjögur saman á heimili og Katie segist vera í skýjunum með pökkuðu fjölskylduna sem kom á skemmri tíma en hana hefði nokkurn tímann grunað.

Systkinin Grayson og Hannah, sem sameinuðust fyrir algjörri tilviljun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir