fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Átakanlegt myndband af 11 ára gamalli stúlku í kvíðakasti vegna eineltis: „Við erum öll örvæntingarfull“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átakanlegt myndband af ellefu ára gamalli stúlku í kvíðakasti vegna eineltis gengur nú eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum.

Myndbandið var tekið upp af föður stúlkunnar, Lee Davies og má sjá stúlkuna sitja í fangi móður sinnar, Natalie þar sem hún reynir að segja frá því sem kom fyrir. Foreldrarnir deildu myndbandinu á Facebook með leyfi dóttur sinnar til þess að sýna frá því hvað einelti getur haft slæm áhrif.

Stúlkan sem hefur ekki komið fram undir nafni hafði verið lögð í slæmt einelti á samfélagsmiðlinum Snapchat frá hópi af bekkjarsystur sínum sem hafa stundað það að skilja hana útundan og leggja í gróft einelti.

Sáu enga aðra lausn en að birta myndbandið

Foreldrar stúlkunnar ákváðu að deila myndbandinu eftir að hafa endurtekið hringt í skóla stúlkunnar og krafist svara og úrbóta án nokkurra breytinga.

„Við vorum pirruð ef ég á að vera hreinskilin. Þú veist ekki hvernig fólk bregst við því að sjá svona myndband á netinu. Það er hætta á því að hún verði fyrir meira einelti vegna þess við erum mjög meðvituð um það, en á þessum tímapunkti höfðum við reynt ítrekað að fá útskýringar frá skólanum. Kennarinn hennar sagði að það væri ekki í hennar höndum að flytja hana um bekk. Við viljum ekki að hún sé í sama bekk og þessi börn. Við spurðum dóttur okkar hvort hún vildi að við deildum myndbandinu og hún vildi það því hún vill að eineltið hætti. Við hefðum ekki sett þetta á Facebook nema með hennar leyfi. Við erum öll örvæntingarfull,“ segir Natalie móðir stúlkunnar í viðtali við Metro.

„Upphaflega tókum við myndbandið bara upp til þess að sýna skólayfirvöldum. En þegar ekkert var gert til þess að stöðva eineltið sagði maðurinn minn að þessu yrði að linna þar sem það er einnig verið að leggja önnur börn í einelti sem vilja kannski ekki segja frá en að kannski muni þetta hjálpa.“

Myndbandið er átakanlegt og má sjá að stúlkan er í verulegu áfalli.

Síðan myndbandið kom á netið hefur stúlkan verið flutt um bekk og segja foreldrarnir að myndbandið hafi gert það að verkum.

„Ég hélt að það að hringja í skólann og ræða þetta við þau yrði ekkert mál og ég hefði aldrei sett þetta á netið ef það hefði virkað. En það gerðist ekkert. Síðan þetta birtist og fékk svona mikið áhorf þá urðu þau að bregðast við. Það er stór ákvörðun og erfið að ákveða að setja myndband af barninu sínu í þessari stöðu á samfélagsmiðla en þetta hefur haft gífurleg áhrif. Í dag fær hún mikinn stuðning og góða vini.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park