fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Silja gagnrýnir reglur skólans um notkun sundbola: „Til hvers, svo það sjáist ekki í geirvörturnar?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Pálsdóttir

„Ég var að ræða við systur mína í gærkvöldi og sagði henni að ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að senda dóttur mína í skólasund í sundbuxunum sínum, bara út af krökkunum. Ég sagði samt að hún væri sterkur karakter og gæti auðveldlega svarað spurningum frá krökkunum ef að hún yrði spurð og myndi ekki taka það inn á sig. Þá segir systir mín við mig að það sé skylda í skólanum hjá dóttur hennar að allar stelpur eigi að vera í sundbol. Það er bannað að vera í bikiníi. Er þetta í alvörunni Ísland í dag?“ Segir Silja Pálsdóttir í samtali við Bleikt.

Fimm ára stelpur skikkaðar til þess að fela geirvörturnar

Dóttir Silju er nýbyrjuð í fyrsta bekk og var fyrsti tími hennar í skólasundi í morgun.

„Dóttir mín kýs að vera í sundstuttubuxum frekar en í sundbol í sundi og ég sjálf talaði alltaf um að ég ætlaði að kaupa sundbol á hana áður en skólinn byrjaði því ég vildi ekki að henni yrði strítt. Sem sagt ég ákvað að hún færi í sundbol í sund út af samfélaginu. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri einfaldlega skylda. Er það ekkert skrítið? Strákar mega vera í sundstuttbuxum en litlar fimm til sex ára gamlar stelpur þurfa að skýla sig? Til hvers? Svo það sjáist ekki í geirvörturnar? Ég bara skil þetta ekki. Erum við ekki komin lengra en þetta?“

Silja segist engan vegin geta skilið hvers vegna þessi regla sé sett á stelpur og segir mikla þörf á umræðu um málefnið.

„Ég hreinlega skil ekki af hverju það hefur aldrei verið rætt um þetta!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir