fbpx
Sunnudagur 19.október 2025

Erna Kristín – Munum eftir að einblína á það góða

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 30. mars 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín, hertogynjan af Ernulandi, skrifar svo skemmtilega pistla – oft um litla fjöruga strákinn sinn hann Leon Bassa.

Fyrir nokkru birti hún einstaklega krúttlegan pistil á Króm, þar sem hún bloggar líka, sem fjallar einmitt um Leon Bassa. Hann er tveggja ára og ofurhress, eins og kemur greinilega í ljós í greininni.

Erna Kristín veitti okkur góðfúslegt leyfi til að endurbirta greinina hér á Bleikt:

Leon Bassi litli kraftmikli og duglegi strákurinn okkar fer að nálgast tveggja ára aldurinn. Flestir foreldrar hafa fengið að kynnast svokölluðu „Terrible two” aldursskeiði sem börnin taka. Leon er einstaklega virkur strákur og hefur verið frá fæðingu. Þetta byrjaði í rauninni í fæðingunni sjálfri. Hann fæddist 30. nóvember, fyrsta í aðventu í miklum stormi. Lætin sem komu frá storminum lýsa því mjög hvernig karakter hann er, hann er mjög fyrirferðamikill. Hann svaf ekki einusinni fyrstu nóttina á spítalanum og í raun ekkert framm að 11 mánaða aldri. Hann byrjaði að reyna labba 8 mánaða og hefur ekki stoppað síðan. Þá meina ég hann stoppar ekki fyrr en hann fer að sofa á kvöldin.

Oft erum við foreldrarnir það bugaðir að við vitum hvorugt í hvora áttina á að labba til að fara á klósettið. En það sem maður gleymir oft að einblína á eru góðu hlutirnir. Þegar kemur að svefni, (þá meina ég eftir 11 mánaða) þá er barnið draumur í dós. Hann býður góða nótt og fer að sofa. Búið. Það þarf ekki að liggja hjá honum og svæfa hann, það þarf aðeins að kyssa hann, leggja hann niður og þá vinkar þessi fullkomni englabossi til okkar og fer að sofa.

Á þessum stundum gleymi ég strax hvað dagurinn var krefjandi, eða þangað til ég labba inn í stofu og sé kjarnorkusprengjuna sem bíður mín. Í dag þakka ég fyrir eitt, ég þakka fyrir að eiga heilbrigt barn. Ég þakka fyrir það á hverri stundu og þá sérstaklega þegar hann er að tæta uppur skúffunum eða henda sér í gólfið í ofsakasti aldarinnar. Hann er heilbrigður, duglegur, orkumikill drengur sem er einstaklega forvitinn og hvatvís á heiminn. Ég get ekki séð betur en að ég er dottin í lukkupottinn með litla rauðhausinn okkar. Auðvitað gleymi ég þessu af og til og langar helst að öskra og flýja á aðra plánetu, en það er bara vegna þess að ég er mannleg og þreyttur háskólanemi sem er bara að reyna gera mitt besta.

Mitt ráð til ykkar er að einblína á það góða í öllu og þakka fyrir að eiga börn sem hafa það svo gott að geta verið út um allt að rústa öllu í stofunni ykkar sem er troðfull af allskonar hlutum sem við vorum svo heppin að hafa efni á, en það er nú efni í annan pistil.

Njótiði með krílunum ykkar, þau geta verið svo agalega sniðug….á köflum.


Greinin birtist fyrst á Króm

Við mælum með því að þið fylgist með Ernu á Snapchat:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
433Sport
Í gær

Ræddu tíðindin af Viðari – „Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir“

Ræddu tíðindin af Viðari – „Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir“
Fréttir
Í gær

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
433Sport
Í gær

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar