fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024

Snapchat parið sem felldi hugi saman eftir gott shout out – Tinna Bk og Gói Sportrönd eru alsæl með hvort annað, þola ekki drama og taka sig ekki of hátíðlega

Elka Long
Þriðjudaginn 31. október 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Ég mælti mér mót einn kaldan, en fallegan dag í október við Snapchatparið Tinnu Björk Kristinsdóttur og Ingólf Grétarsson, eða tinnabk og goisportrond eins og þau heita á Snapchat. Með þeim í för var lítil og krúttleg dóttir Tinnu, hún Helena Ósk, en henni bregður oft fyrir á snappi þeirra beggja og er nauðalík mömmu sinni bæði í útliti og fasi, með húmorinn í lagi þó hún sé ekki nema fimm ára gömul. Við hittumst á Te og Kaffi í Borgartúni og eftir kaffipantanir og sætaskipti til að fá næði fyrir glamri í kaffikönnum og bollum þá berst talið strax að sambandi þeirra.

Kynntust þið á Snapchat?

„Nei, eða já,“ segir Tinna. „Já,“ segir Ingó, við kynntumst nefnilega í gegnum Snapchat.“

„Vinur minn sagði mér frá Ingó eða frá Instagramsíðunni hans og sagði að það væru svo mörg fyndin myndbönd þar inn á og ég gaf honum svo shout out á snappinu mínu, þá var hann nýbúinn að adda mér á snapp og hann hafði heyrt af mínu snappi í gegnum vinkonu sína svo þetta var svona pínu fyndið,“ segir Tinna. „Ég sá shout out-ið og var svona bara að þakka henni fyrir mig og svo vorum við bara farin að spjalla geðveikt mikið.“ Tinna samsinnir því, „Já við spjölluðum heilmikið.“

„Þetta var samt ekkert eitthvað svona, nú reyni ég við hana eða þannig,“ segir Ingó. „Við vissum ekkert að við værum að tala þannig saman fyrr en bara það gerðist,“ segir Tinna.

„Já þetta var meira bara svona forvitni og við vorum að deila einhverju sem okkur fannst fyndið. Ég var til dæmis mjög forvitinn að vita hvernig snappið hennar væri af því ég vissi ekkert hvernig sá heimur virkaði enda var ég bara á Instagram þá,“ segir Ingó, en hann var þá búinn að vera þar í ár.

Ingó og Tinna eru bæði á þrítugsaldrinum, hann er 23 ára, fæddur 1994 og hún er 27 ára, fædd 1990. Hann er úr Hafnarfiði og býr þar, en Tinna hefur að sögn eiginlega búið út um allt, en lengst af í Hveragerði og svo í Reykjavík frá 17 ára aldri.

Ingó er tvíburi og Tinna er steingeit. „Það passar verst saman,“ segir Tinna og brosir.

Aðspurð um hvenær þau byrjuðu að snappa svarar Tinna: „Á Þjóðhátíð þar síðast var ég með 1000 fylgjendur en síðast hefur það áttfaldast.“ Ingó hefur snappað í styttri tíma. „Það er bráðum að detta í ár hjá mér, það er bráðum að verða ár síðan við kynntumst og þú gafst mér shout out,“ segir Ingó, og horfir hugföngnum augum á Tinnu sína. „Þá byrjaði ég að forvitnast um þetta og ákvað að láta reyna á snappið. „

Og af hverju byrjuðuð þið að snappa? Munið þið það?

„Mig langaði svo að starfa í fjölmiðlum eða svona leik eða sem einhverskonar skemmtikraftur. Annaðhvort fjölmiðlum, þáttum, bíómyndum eða einhverju slíku og mér var sagt að besta leiðin til að koma sér á framfæri væri að vísa í blogg eða eitthvað svoleiðis. Mig langaði ekki að byrja að blogga þannig að ég ákvað að opna snappið mitt til að koma mér á framfæri og fá þá kannski meiri tækifæri fyrir vikið og það hefur bara gengið vonum framar,“ segir Tinna.

„Ég byrjaði að gera grín á samfélagsmiðlum bara af því mér þótti það gaman, ákveðin svona afþreying og einhverskonar tjáning. Mér fannst svo gaman að sjá eitthvað eftir mig á netinu, kannski mjög skrítin þráhyggja en mér fannst ég bara vera geggjaður kandidat og mér fannst ég alveg geta þetta,“ segir Ingó.

Aðspurður hvort að hann sé kannski að gera svolítið grín að samfélagsmiðlum og snöppurum almennt, svarar Ingó játandi. „Jú það var klárlega þannig í byrjun.“ „Fólk á það til að taka því persónulega ef við gerum grín að snappheimi svo við megum eiginlega ekki gera grín að neinum öðrum en okkur. Þetta er soldið eins og ef þú værir með Spaugstofuna, en mættir ekki gera grín að alþingismönnum,“ segir Tinna og hlær.

„Já, einmitt eins og ég til dæmis,“ segir Ingó, „þegar ég var að byrja þá skírði ég mig goisportrondMUA eða make up artist af því mér fannst fyndið að spila með það þar sem ég er enginn MUA og ég var líka pínu að gera grín að auglýsingum þar sem duldar auglýsingar eiga það til að fara í taugarnar á mér. Tinna veit það best,“ segir Ingó og glottir.

„Já! Ég var líka mikið beittari þegar ég var með færri fylgjendur en núna passar maður sig betur og núna gerum við nær eingöngu grín að okkur sjálfum,“ bætir Tinna við.

En hverjir eru kostir og gallar þess að vera þekktur á samfélagsmiðlum?

„Kostir eru að maður fær mjög mikið hrós og pepp og fólk einhvern veginn elskar mann mjög mikið,“ segir Tinna hlægjandi, „eða ég veit annars ekki hvernig ég á að orða það.“

„ Já bara svona egó boost í rauninni. Það er líka bara gaman að sjá hvað fólk hefur gaman að því sem maður er að búa til,“ segir Ingó. „Já, einmitt. Gaman að gleðja aðra og sjá uppskeruna af því,“ bætir Tinna við.

„Gallarnir væru líklegast þeir að fara til dæmis slammaður út í búð, ef maður er til dæmis í kósý eitthvað og ætlar rétt að kíkja út í búð þá er maður rosalega meðvitaður um sjálfan sig.“

„Já, maður er eiginlega óöruggari en áður,“ segir Tinna, „þá hugsaði maður bara: „það er enginn að pæla í mér, ég sé þetta fólk aldrei aftur,“ en núna er þetta einmitt alls ekki þannig. Stundum upplifir maður árás á einkalífið. Það var til dæmis einu sinni bankað á gluggann í stofunni hjá okkur og Helena litla er ennþá að tala um það og fólk tekur myndir af húsinu manns og barninu manns svo eitthvað sé nefnt.“

„Það er líka meiri pressa á manni, því fleiri fylgjendur sem maður fær því meiri pressa er á manni. Ég persónulega finn alveg fyrir því, svona meiri kvíða en það er auðvitað bara stundum,“ segir Ingó. „Við snöppum samt ekki daglega,“ bætir Tinna við, „ef við erum til dæmis eitthvað þung eða eitthvað þá snöppum við bara ekkert. Ég er til dæmis ekkert búin að snappa í dag, því að ég er bara búin að vera þreytt.“

„Já,“ segir Ingó. „Það er til dæmis sjúklega mikið að gera hjá mér núna.“

„Ég hef til dæmis aldrei vanið mig á að vakna og bara strax að bjóða góðan daginn á Snapchat,“ bætir Tinna við, „og það rigna ekkert yfir mig spurningunum þótt ég snappi ekki daglega. Einu sinni tók ég mér smá breik og þá var fólk alveg: „Jæja Tinna, allt í lagi að taka breik en þú verður að fara að koma aftur“; en ef ég snappa ekki í einn, tvo daga þá hefur enginn áhyggjur.“

„ Ég er búinn að vera að henda einhverju í story, en þetta er allt einhverjir svona fyllerar en mér finnst voða gott að segja góðan daginn á story þegar ég save-a það því þá er ég með svona góða byrjun og enda á deginum,“ segir Ingó.

Getið þið lýst týpískum degi í lífi ykkar þriggja?

Tinna svarar að hún vakni oftast fyrst eða um kl. átta. „Það er lygi,“ segir Ingó glottandi, þau hlægja bæði og Tinna heldur áfram, „nema í morgun af því að Helena var hjá pabba sínum, Ingó vaknaði á undan í morgun og kallaði: „Tinna vakna,“ en hann veit það vel að ég vakna alltaf fyrst á morgnanna á undan Helenu og á undan Ingó. Ég fer fram geri mér Amino og hef mig til af því að Helena er mjög erfið fram úr á morgnanna og ég get eiginlega ekki gert mig og hana til á sama tíma þannig að ég reyni alltaf að vera tilbúin og vek svo Helenu og græja hana til og þá er Ingó oftast að fara í gang. Við vinnum náttúrulega mjög óreglulega.“

„Já ég vinn til dæmis stundum frá klukkan 14 – 21, en ég vinn vaktavinnu sem umbrotshönnuður á Fréttablaðinu,“ segir Ingó. „Það er oft erfitt að gera eitthvað saman eða allavega á virkum dögum þá erum við bara að hittast á kvöldin og á morgnana er Tinna oft farin í vinnuna og ég á kannski að mæta kl.15 og þá er hún búin kl. 15.“

Tinna samsinnir: „Já, það er eiginlega ekki til dæmigerður dagur í okkar lífi, það fer bara allt eftir hvaða dagur er.“ „Já og svo erum við líka að snappa og þurfum að koma því inn í daginn okkar líka,“ svarar Ingó.

Eigið þið sameiginleg áhugamál?

„Já, kannski aðallega húmor og pælum mjög mikið í hvað gæti verið fyndið,“ segir Tinna.

„ Eins og í gær þá fórum við í bíó og eina sem við tókum eftir í myndinni var í raun hvað við gætum gert til að leika þetta og hvernig og þetta var meira að segja rómantísk gamanmynd sem varð eiginlega bara fyndin af því hún var svo roslega rómantísk,“ segir Ingó. „Já svona smeðjuleg,“ segir Tinna og hlær. „Einmitt, við erum mikið með þannig pælingar, sketsa og já þið vitið,“ samsinnir Ingó.

Ég spyr þau um story sem ég sá einu sinni hjá þeim. Þá voru þau að spjalla á vægðarlausan, en um leið fyndinn hátt um bíómynd í bínum sínum á leið heim eitt kvöldið og ég segi þeim hversu vel mér var skemmt.

„Já, okkur langar að gera meira af því og nú eiginlega fyrir tilviljun eigum við svo mikið af frímiðum í bíó, en við löbbuðum út af einni mynd um daginn og þá fengum við frímiða og svo fékk Ingó eitthvert kort frá vini sínum þannig að þá getum við kannski farið að fara meira í bíó og talað svo um myndina,“ segir Tinna. „Það var nefnilega rosa skemmtilegt story fannst mér, en við höfum samt alveg mjög mismunandi skoðanir og það er einmitt allt í lagi og gerir þá lika snappið okkar áhugaverðara,“ svarar Ingó

„ En svo við svörum spurningunni um sameiginlegt áhugamál, þá erum við bæði mjög miklir hugsuðir, við erum ekki mikið íþróttafólk og höfum ekki mikið af dæmigerðum áhugamálum,“ segir Tinna.

„Já, við til dæmis þolum ekki drama eða það er að segja erum lítið fyrir að tala um það sjálf,“ segir Ingó.

„ Við reynum að tala ekki illa um annað fólk, erum til dæmis sjaldan að pæla í hvað þessi eða hinn var að gera, heldur miklu meira í að hugsa hvað við getum gert til að bæta okkur sjálf í þvi sem við erum að gera,“ segir Tinna.

Ég ákvað að henda á þeim nokkrum velvöldum spurningum.

Ein svona hefðbundin spurning, en hver er uppáhalds maturinn ykkar?

„ Hakk og spaghettí og þá sterkt hakk og tómatsósa,“ segir Ingó. „Minn var alltaf mexíkönsk kjúklingasúpa, en ég er auðvitað hætt að borða kjúkling og er grænmetisæta, þannig að mig langar að búa til svona mexíkósúpu sem er þá bara með sætum kartöflum eða eitthvað í staðinn fyrir kjúklinginn. Svo er líka grænmetis Pad thai á Ban Kúnn á völlunum í miklu uppáhaldi,“ segir Tinna.

Hver er uppáhalds tónlistamaðurinn ykkar?

„ Ég held mest upp á íslenskt rapp og þá sérstaklega Úlf Úlf og Aron Can,“ segir Tinna. „Ég hlusta á allt. Fíla flesta tónlist, en er núna að hlusta mikið á danskt hip hop eða finnskt ég veit ekki muninn, en það er straight fire. Síðan hlusta ég rosalega mikið á Bon Iver, hann er svona fav,“ svarar Ingó.

Hver er uppáhalds leikarinn ykkar og eins leikkona?

„ Phillip Seymour Hoffman og Edward Norton eru uppáhalds leikararnir mínir og síðan hef ég alltaf haldið upp á Söndru Bullock og Hillary Swank,“ segir Tinna.

„Robin Williams er uppáhalds leikarinn minn,“ segir Ingó.

Hver er uppáhalds snapparinn ykkar?

„Auðvitað Ingó,“ segir Tinna hugfangin, „og svo Hjálmar Örn (hjalmarorn110). Ég á erfitt með að gera upp á milli snapparanna sem ég held upp á en Hjálmar hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.“

„ Ég fylgist bara með gríni. Tinna mín (tinnabk), Tryggvi (tryggvu) og Daníel Már (daniel88),“ svarar Ingó.

En eru einhverjir snapparar sem eru ekki jafn þekktir og áðurnefndir sem þið viljið deila með lesendum?

„Já, Aníta Guðlaug (anitaguðlaug),“ svarar Tinna. „Mér finnst Arnór Snær (arnorss) mjög skemmtilegur,“ svarar Ingó.

Er eitthvað vandræðalegt eða það er að segja eitthvað snapp sem þið hafið gert og jafnvel hafið skammast ykkar út í hvert annað?

„ Við Ingó gerðum story saman rétt áður en við byrjuðum saman þar sem hann gerði jóla makeup á mig. Storyið var leikið frá upphafi til enda og Ingó lék samkynhneigðan förðunarfræðing. Síðar þegar við byrjuðum saman héldu margar vinkonur mínar og einhverjir fylgjendur að Ingó væri samkynhneigður makeup artisti. Ekkert endilega vandræðalegt eða eitthvað sem ég skammaðist mín fyrir, en þetta dró samt dilk á eftir sér. Ég skammast mín samt oft þegar Ingó er að taka sín story á almannafæri,“ segir Tinna.

„Nei. En stundum leikum við á móti hvort öðru og erum skömmustuleg, en erum það samt ekki í alvörunni. Ég skammast mín ekki fyrir mikið, en hún má reyna,“ segir Ingó.

Hvað er það skrítnasta sem þau hafa gert á snappinu?

„Með því skrítnara er þegar við fórum saman í bíó sem sitthvor óþægilegi karakterinn, en samt umfram allt var það bara fyndið og skemmtilegt,“ svarar Tinna. „Ég verð eiginlega að vera sammála Tinnu. Þetta var heavy skrítin bíóferð,“ segir Ingó.

Þar sem ég hef séð leikræna hæfileika þeirra þá má ég til með að spyrja þau af hverju þau drífi sig ekki í leiklistarskóla?

„Okkur langar alveg að fara í inntökuprufurnar hjá leiklistarskólanum og höfum alveg talað um það en það er mjög erfitt að komast inn,“ segir Tinna.

„ Við römbuðum eiginlega bara inn á Snapchat og urðum frekar vinsæl þar og það er bara mikið að gera í því og við erum alveg að spá í að fara að leika eitthvað í alvöru en hérna,“ segir Ingó. „Ef okkur byðist hlutverk,“ grípur Tinna inn í, „þá myndum við örugglega fara í prufu.“ „Það er líka erfitt að fara á bólakaf í leiklist og vera í fullri vinnu og halda úti snappi og fleira,“ segir Ingó.

„En ég var mikið í leiklist sem krakki og þá mikið í leikfélagi Hveragerðis, lék í einhverjum uppsetningum þar og svo fór ég til Bandaríkjanna í skóla og þar lærði ég líka leiklist og var mikið að leika þar, þannig að ég hef alveg verið að leika helling, en það er bara erfitt að vera leikari á Íslandi,“ segir Tinna.

„Þetta eru í raun tveir möguleikar til að koma sér á framfæri en það er leiklistarskólinn og kvikmyndaskólinn, en í raun erum við að prófa þriðja möguleikann sem eru samfélagsmiðlar. Við höfum allavega komið okkur sjúklega vel á framfæri þar,“ segir Ingó.

Er drama á snappinu?

„Afar lítið,“ segir Tinna. „Nei, ekki nálægt okkur,“ svarar Ingó.

„Það eru allir bara mjög miklir vinir og sérstaklega þeir sem hafa gaman af gríni og svona entertainment, en það eru ekki allir sem taka gríninu og þá er svolítið drama í kringum það þannig að maður þarf að passa sig mjög mikið með grínið og við til dæmis gerum orðið bara grín af okkur sjálfum,“ segir Tinna. „Og ég þoli það ekki,“ svarar Ingó.

„Nei, og við ættum ekki Spaugstofuna eða áramótaskaupið eða neitt því líkt ef við mættum aldrei gera grín að neinum. Þetta er orðið þannig að við erum að bera okkur saman við aðra og leika lúða en á okkar eigin kostnað og við gerum alveg grín að hvort öðru af því að við þolum það og eins í vinahópnum okkar. Við megum alveg gera grín að hvort öðru þar af því að við tökum því alveg öll, og vinkonur mínar hafa mjög gaman af því. Eins og til dæmis um daginn þá var ég á Gló og var að leika hvað stelpurnar voru að tala um, sem sagt Emilia og Erna (emiliabj og ernuland) og ég ætlaði bara að senda þeim þetta í gríni, en svo fannst þeim þetta svo fyndið að þær sögðu mér að setja þetta í story en ég sjálf var mjög stressuð að setja þetta í story eins og ég væri að gera grín að þeim en samt fannst þeim þetta bara ótrúlega fyndið þannig að við erum mjög heppin með að eiga vini sem taka sig ekki of hátíðlega eða grínið í okkur,“ segir Tinna.

Hver er fylgjandafjöldi ykkar?

„Ég er svona reglulega með 5 – 7 þúsund áhorf, en toppurinn minn er 9100,“ segir Ingó. Tinna segist eiginlega með nákvæmlega sama. „Ég hef mest verið með 9100 alveg eins og hann og svona dags daglega er þetta svona 7 – 8 þúsund, en ef ég set mjög lítið inn þá kannski lækkar talan. Ég fylgist samt ekki alltaf með áhorfinu.“

Tinna, hefur þú fengið sendar tippamyndir frá karlmönnum?

„Nei. En vinkonur mínar hafa næstum allar lent í því. Þegar ég var einhleyp þá var mér stundum boðið á deit og eitthvað þannig og alltaf þá mjög kurteist og fallegt en aldrei neitt svona dónalegt. Mér finnst karlmenn sýna mér mjög mikla virðingu og vera mjög kurteisir því ég sé auðvitað bæði hjá Ingó og svo mér, að til dæmis þegar við förum niður í bæ að skemmta okkur þá finnst mér stelpur mjög ágengar við Ingó, til dæmis að biðja um myndir og svona, en ef karlmenn eru að spyrja mig þá er það alltaf mjög settlegt.“

Hver er ykkar áhugaverðasta persóna lífs eða liðin?

„Ég verð að segja mamma mín,“ svarar Ingó.

„Mjög svona beisískt svar, en einhvern tíma keypti ég mér í Góða Hirðinum svona afmælisútgáfu af Oprah Winfrey eða sex geisladiskar og þá átti ég geisladiskaspilara og ég horfði á þetta allt og hún var svo miklu magnaðari og stórkostlegri manneskja en ég hafði áður hugmynd um og mér fannst hún svo mikill innblástur fyrir mig og þó að þetta sé Oprah og hún sé svona æj,“ segir Tinna. Ingó grípur inn í hlæjandi, „Mér finnst líka ótrúlega fyndið að hún hafi keypt þetta í Góða hirðinum.“

„Oprah er ótrúlega staðlað svar, en hún var bara svo mikill innblástur fyrir mig. Hún vann sig upp úr fátækt og ofbeldi og fór til dæmis einu sinni niður í bæ þar sem var ótrúlega mikið kynþáttahatur og þar tók hún utan um fólk og var bara alveg sama þó hún væri sjálf blökkukona og hún er bara svo mögnuð þannig að ég verð að segja að hún hefur alltaf verið mér mikill innblástur.“

Hverjir eru helstu áhrifavaldar í lífi ykkar?

„Dóttir mín hún Helena og eins sterkar konur sem hafa náð langt í gríni því það er sko mikill munur á karlmönnum og konum þegar kemur að gríni, eins og til dæmis Ellen Degeneres og allar svona sterkar konur sem hafa náð langt á því að vera fyndnar og skemmtilegar og um leið gert eitthvað fyrir aðra eins og til dæmis hjálpað fólki með því að vera fyndnar. En svo er önnur hlið á mér sem er meira svona rannsóknarblaðamannahlið,“ segir Tinna og hlær. „Þar á ég líka fyrirmyndir.“

Hvernig sjáið þið framtíðina fyrir ykkur?

„Bleika,“ segir Ingó og hlær og Tinna bætir við: „Bjarta,“ og Ingó samsinnir því

„Okkur langar að geta unnið meira saman og verið meira saman í verkefnum. Við vinnum mjög vel saman þó við séum kærustupar, rífumst aldrei og okkur langar að geta kannski farið saman í vinnu á morgnana og verið bara meira saman. Við erum nú þegar dálítið mikið saman í verkefnum,“ segir Tinna. „Ég sé mig meira fyrir mér í skemmtanaiðnaðinum í framtíðinni en veit samt ekki endilega hvað,“ segir Ingó.

„Já það munu vonandi opnast einhverjar dyr fyrir slíkt, en við erum auðvitað svo til nýbyrjuð saman,“ segir Tinna. „Já, kannski bara hættum við saman eftir einhver ár, maður veit aldrei en þú veist….,“ segir Ingó.

„Vonandi ekki,“ segja þau bæði í einum kór og horfa hvort á annað.

„En við erum til dæmis bara búin að vera saman rúmlega hálft ár eða eitthvað. Við erum ekkert formlega í neinni sambúð eða neitt slíkt, en fólk heldur alltaf að við séum bara hjón með börn en við erum bara nýbyrjuð saman,“ segir Tinna.

Lífsmottó?

„Bara fuck fear og vera góður við fólk í kringum sig, sýna öðrum virðingu,“ segir Tinna. „Ekki pæla í hvað öðrum finnst og ekki hata manneskjuna sem er að búa til eitthvað,“ segir Ingó. Tinna horfir á Ingó og segir „já, þetta er soldið okkar thing.“

Já, ef þú ætlar að vera með eitthvað diss eins og til dæmis á einhverja snappara eða eitthvað, bakkaðu þá aðeins og líttu í eigin barm,“ segir Ingó.

„Mitt er svolítið þetta að vera góð við aðra og sýna öðrum virðingu þó svo fólk haldi að ég sé að sýna vanvirðingu með því að grínast þá er það aldrei þannig heldur er ég meira bara að gera grín að samfélaginu og svo líka að reyna að láta ekki kvíða og þannig stoppa sig,“ segir Tinna.

En er eitthvað sem þetta fallega kærustupar vill segja að lokum?

„Shout out á Lord luxus hann býr í DK og hann skuldar mér líka smá pening. Lord Lúxus (Björgvin Valdimarsson) skuldar mér 10.000 kall, endilega borgaðu mér sem fyrst inn á heimabankann minn,“ segir Ingó glottandi.

„Hann skuldar honum sko ekkert,“ segir Tinna og hlær, en ég vil bara segja endilega addið okkur á Snapchat: tinnabk og goisportrond.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Dóttir hennar var myrt – Þegar hún tæmdi herbergið hennar uppgötvaði hún hver morðinginn var

Dóttir hennar var myrt – Þegar hún tæmdi herbergið hennar uppgötvaði hún hver morðinginn var
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta er aldurinn sem við hættum að meðtaka nýja tónlist

Þetta er aldurinn sem við hættum að meðtaka nýja tónlist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Tilfinningaþrungið lag Taylor Swift hljómar yfir sögu Lily – Sjáðu stikluna úr It Ends with Us

Tilfinningaþrungið lag Taylor Swift hljómar yfir sögu Lily – Sjáðu stikluna úr It Ends with Us
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér“

„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Leigði íbúð á Airbnb og mátti varla anda án þess að greiða aukagjald – „Faldar myndavélar…Að vita að eitthvað var notað tvisvar þýðir að hún er að horfa á þig“

Leigði íbúð á Airbnb og mátti varla anda án þess að greiða aukagjald – „Faldar myndavélar…Að vita að eitthvað var notað tvisvar þýðir að hún er að horfa á þig“
EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Byggðabót sem bragur er að

Sigmundur Ernir skrifar: Byggðabót sem bragur er að
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Maður á Suðurlandi ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Maður á Suðurlandi ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.