fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Krúttviðvörun! Móðir útbýr hrekkjavökubúninga í anda þekktra kvikmyndahetja á börn sín

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 24. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn Lauren Mancke njóta góðs af því að hún er hrekkjavökuóð.
Mancke er hönnuður, frumkvöðull og búningasnillingur og er fjölskyldan búsett í Columbia í Suður Karólínufylki í Bandaríkjunum.

Mancke lætur sér hins vegar ekki nægja að útbúa einn búning á hvort barn fyrir sjálfan Hrekkjavökudaginn, sem er 31. október, heldur býr hún til búninga á hverjum degi allan mánuðinn handa átta mánaða gömlum dætrum sínum, Leru og Marigold. Í búningana notar hún hluti sem hún finnur til heima.

„Ég hef elskað að búa til búninga frá því ég var barn,“ segir Mancke í viðtali við People. „Þegar ég var yngri þá keypti ég aldrei búninga, ég bjó þá alltaf til sjálf. Ég hef alltaf verið aðdáandi Hrekjavökunnar og elska heimagerða búninga.“

Búningaþemað á börnin byrjaði árið 2015 þegar Mancke póstaði myndaseríu af syninum Fox þriggja ára, sem þá var sextán mánaða. Fox var í skemmtilegum búningum sem byggðir voru á þekktum og dáðum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, eins og Back to the Future, Indiana Jones og Reno 911.

„Mér fannst að það væri stutt í að hann myndi sjálfur ákveða hvernig búningi hann væri í, þannig að ég ákvað að koma allri búningasköpunargleðinni frá mér meðan hann var ennþá barn!“

Árið á eftir var Mancke ófrísk af tvíburadætrunum og gerði því ekkert í búningamálum, en í dag ver hún nokkrum klukkustundum á dag í að gera tvenna búninga handa Leru og Marigold. Þegar hún er búin að klæða þær í þá þær smá morgunkorn til að fá þær til að sitja nógu lengi kyrrar svo hægt sé að taka myndir.

„Þegar þú átt tvíbura þá hefur þú ekki mikinn tíma,“ segir Mancke, sem saumar á morgnana og myndar börnin eftir fyrsta lúr dagsins. Verkefnið hefur leitt til þess að hún á fullt af búningum og hefur hún því stofnað herferð þar sem að hún gefur suma búningana fram að Hrekkjavöku.

Mancke vonast til að myndirnar hennar veki gleði hjá fólki og hvetji aðra foreldra til að fara að útbúa sína eigin grímubúninga. „Ef að þetta gleður fólk, þá er markmiðinu náð,“ segir hún. „Það veitir mér gleði að búa þá til og ef að þetta gleður aðra líka, þá er það frábært.“

Fleiri myndir má sjá á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Justin Bieber staddur á Íslandi að taka upp nýja tónlist

Justin Bieber staddur á Íslandi að taka upp nýja tónlist
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Enginn áttaði sig á því að þjóðþekktur maður sat í miðbænum og glamraði á gítar

Enginn áttaði sig á því að þjóðþekktur maður sat í miðbænum og glamraði á gítar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Segir þennan daglega vana bestu leiðina til að brenna fitu án þess að fara í ræktina

Segir þennan daglega vana bestu leiðina til að brenna fitu án þess að fara í ræktina
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mögnuð tölfræði undirstrikar yfirburði Liverpool – Kemur mörgum á óvart hvaða lið er í öðru sæti

Mögnuð tölfræði undirstrikar yfirburði Liverpool – Kemur mörgum á óvart hvaða lið er í öðru sæti