fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Liam Neeson er hættur að leika hasarhetjur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. október 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsta mynd Liam Neeson, The Commuter, kemur í kvikmyndahús í byrjun árs 2018. Myndin er samkvæmt heimildum hasarmynd í B-klassa. Verður þetta líklega í síðasta sinn sem við sjáum Neeson nota sérstaka hæfileika sína til að leika miðaldra mann sem þarf að berja mann og annan til að bjarga fjölskyldu sinni, því Neeson hefur gefið út að dagar hans sem slagsmálahetju séu taldir.

Í viðtali á Toronto kvikmyndahátíðinni í september gaf Neeson það út opinberlega að hann væri hættur að leika í hasarmyndum.

„Það er ennþá verið að bjóða mér haar fjárhæðir fyrir að leika í slíkum myndum sagði hann á blaðamannafundi fyrir mynd sína, Mark Felt: The Man Who Brought Down thee White House, sem fjallar um heimildarmann Watergate hneykslisins. „Ég var bara, „Hei ég er 65 ára. Áhorfendur fara að segja þegar þeir sjá mig í slíku hlutverki: Nei hættu nú!“

Neeson í hlutverki sínu í The Commuter.

Og jú, 65 ára er full hár aldur fyrir hasarhetju, en samt ekki. Arnold Schwarzenegger verður orðinn 70 ára þegar hann leikur vélmenni í næstu Terminator mynd og sumir leikarana í næstu The Expendables verða komnir á ellilífeyrisaldur. Harrison Ford, sem er orðinn 75 ára og áratug eldri en Neeson, er enn að leika af fullum krafti í myndum á borð við Blade Runner: 2049, fimmtu myndinni um Indiana Jones sem kemur út 2020 og fleiri myndum.

En ákvörðun Neeson tengist ekki eingöngu aldri hans. Hann varð fyrst þekktur fyrir leik í dramamyndum á borð við Schindler´s List, Michael Collins og Les Misérables. Aðkoma hans að hasarmyndum var í raun fyrir slysni. Og nú virðist sem hann ætli aftur að breyta um stefnu.

Neeson í hlutverki sínu í The Grey.

The Commuter og Hard Powder, önnur hasarmynd, sem er á leiðinni með Neeson í aðalhlutverki þar sem hann leikur snjómokstursmann sem lendir upp á kant við dópsala koma báðar í sýningar árið 2018.

Það er ekki alveg ljóst hvort að Neeson telur Star Wars myndirnar sem hasarmyndir eður ei og því kannski líklegt að við sjáum hann bregða sér aftur í hlutverk Jedi riddara í þeim myndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.