fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Tíu nytsamlegar Facebook stillingar sem þú vissir ekki af

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó svo að nánast allir sem við þekkjum séu á Facebook þá getur það oft verið flókið fyrirbæri. Það eru færslur, hópar, myndir, myndbönd, síður og svo mikið meira, og eru allir þessir hlutir með allskonar stillingar. Hér fyrir neðan eru tíu mjög nytsamlegar stillingar sem þú ert hugsanlega ekki að nota en listinn birtist upprunalega á síðunni Brightside. Facebooksérfræðingar á meðal okkar lesenda vita örugglega af þessum stillingum en það er alltaf gott að kíkja yfir þessar stillingar þar sem margar snúa að öryggisatriðum og aðganginum þínum á Facebook.

#1 Lesa falin skilaboð

Facebook er með tvö innhólf. Eitt af þeim er fyrir fólk sem eru ekki vinir þínir á Facebook og heitir Skilaboðabeiðnir (Message requests). Þar þarftu að samþykkja að fá skilaboðin áður en þú getur svarað þeim, ef þú kýst að gera það. Margir vita ekki af þessu innhólfi og því misst kannski af boðum á atburði eða skilaboðum.

#2 Athuga hvar þú ert skráður inn

Ef þú ert að spá hvort þú hafir skráð þig út af Facebook í tölvunni hjá vinkonu þinni þá getur þú ýtt á litla ör í efra horninu til hægri. Veldu Stillingar (Settings), svo Öryggi (Security) á listanum til vinstri, og síðan veluru Hvar þú ert skráð(ur) inn (Where you‘re logged inn). Nú getur þú séð alla vafrana þar sem þú ert skráður inn. Til að skrá þig út af einhverjum vafra þá ýtiru bara á „End activity.“

#3 Vertu viss að það sé ekki hægt að brjótast inn á aðganginn þinn

Ef þú ert í einhverjum vafa um öryggiskerfi Facebook þá getur þú notað Staðfesting innskráningar (Login Approvals) í Öryggi (Security) flipanum. Öryggiskerfið mun þá þurfa lykilorð þegar það er verið að skrá þig inn á aðganginn þinn frá óþekktu tæki. Þannig ef það er verið að skrá þig inn á Facebook aðganginn þinn frá tæki sem þú hefur aldrei notað, þá þarftu að nota lykilorð sem þú færð sent í símann þinn.

#4 Veldu vin sem verður ábyrgur fyrir aðganginum þínum


Þú getur valið vin sem þú treystir sem getur hjálpað þér að komast aftur inn á aðganginn þinn ef þú gleymir lykilorðinu. Þú gerir það með því að velja Your Trusted Contacts. En hefur þú einhverntíman pælt hvað gerist fyrir Facebook aðganginn þinn þegar þú ert hætt(ur) að nota hann? Facebook gefur þér möguleika á að velja manneskju sem verður ábyrg fyrir aðganginum þínum ef þú deyrð eða eitthvað kemur fyrir þig. Þú gerir það með því að velja Arfleifðartengiliður (Legacy contact) í Öryggi (Security) flipanum. Sá aðili mun ekki geta spjallað við aðra né sett inn færslur heldur aðeins breytt prófílmyndinni þinni og svarað vinabeiðnum.

#5 Upplifðu smá nostalgíu

Stundum viljum við skoða gamlar skemmtilegar myndir og fyndin samtöl við vinina. Til að gera það þá ferðu á prófíl vinar þíns, ýtir á þrípunkta flipann efst hægra megin við Skilaboð (Message) og velur Sjá vinatengsl (See Friendship).

#6 Rifjaðu upp fyrri stundir á Facebook

Facebook býður notendum að sjá allt sem þeir hafa sett inn, líkað við eða skrifað ummæli á. Ýttu bara á Skoða virkniskrá (View Activity Log) á síðunni þinni.

#7 Sjáðu hvernig prófíllinn þinn lítur út fyrir öðrum

Ef þú vilt vita hvernig einstaklingar sem eru ekki vinir þínir á Facebook sjá prófílinn þinn þá ýtir þú á þrípunkta flipann hliðin á Skoða virkniskrá (View Activity Log) og velur Skoða sem… (View As).

#8 Spjallaðu við vinina í mynd

Facebook býður ekki einungis upp á textaspjall heldur einnig vídeóspjall. Til að vídeó hringa í vin þinn þá ýtir þú á litlu myndina af myndavél í spjallflipanum.

#9 Veldu færslur sem þú vilt sjá

Þessar tvær stillingar: Sjá fyrst (See First) og Nánir vinir (Close Friends), passa upp á það að þú missir ekki af neinum upplýsingum sem þú hefur áhuga á. Sjá fyrst hnappurinn setur færslur þeirra vina sem þú velur efst í fréttaveituna þína. Það hinsvegar lætur þetta þig ekki vita af nýjum færslum eins og Nánir vinir virknin gerir. Þar getur þú valið nokkra vini þar sem þú færð tilkynningu í hvert skipti sem þeir vinir deila einhverju eða setja inn færslur.

#10 Vistaðu færslu þangað til seinna

Það er mikið af upplýsingum og gagnlegu og skemmtilegu efni á Facebook, færslur frá fólki, fréttir frá fjölmiðlum og allskonar annað. Fyrir þá sem hafa ekki mikinn tíma og sjá færslu sem þeir vilja skoða geta þá vistað færsluna til að lesa skoða seinna. Þú ýtir á örina sem bendir niður í efra hægri horninu á færslunni sem þú ert að skoða, ýtir síðan Vista tengil (Save Post eða Save link). Þú getur síðan skoðað vistað efni í Vistað (Saved) flipanum sem er vinstra megin á heimasíðunni þinni. Facebook minnir þig svo á færsluna ef þú ferð ekki og skoðar hana fljótlega eftir að hún er vistuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.