fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

10 hlutir sem konur upplifa á meðgöngu sem enginn ræðir upphátt

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 19. september 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Guðný stofnandi bloggsíðunnar Glam.is skrifaði á dögunum þessa skemmtilegu og í senn fræðandi færslu fyrir verðandi mæður, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta.

 

 

Ólétta, tími sem þú átt að ljóma og geisla. Þetta pregnancy „glow“ sem allir eru að tala um.

Jú stundum líður manni vel og finnst maður vera gordjöss eeeen svo kemur tími sem þú ert akkúrat öfugt við gordjöss. En fæstir tala um þessa „ógeðslegu“ hluti. Jújú, það er talað um morgunógleðina en það er ekki allt.

Prump og þrútinn magi

Á meðgöngu fer eitt ákveðið hormón að aukast sem heitir Progesteron. Það hormón mýkir upp meltingarveginn sem veldur mikilli prumpframleiðslu! Og lyktin er muuun verri en vanalega. Mæli með að undirbúa þig og manninn þinn fyrir þetta tímabil! Og ef þú ert ekki enn búin að prumpa fyrir framan hann, þá mæli ég með að brjóta þann múr núna því þú munt vera prumpandi… endalaust.

Bólur

Ef þú ert með góða húð á meðgöngu, þá verður hún slæm eftir meðgöngu. Sást ekki á minni húð þegar ég var ólétt og hún var uppá sitt besta. En núna get ég ekki sagt það sama! Hormónin sem kallast androgens eru sökudólgarnir. Til að forðast slæma húð þá mæli ég með að nota vörur sem henta fyrir olíumikla húð. En það getur vel verið að það geri bara nákvæmlega ekkert fyrir þig. Góð húðumhirða er gríðarlega mikilvæg bæði á meðgöngu og á eftir!

Hár

Og nei, ég er ekki að tala um hárið á höfðinu á þér. Ég er til dæmis að tala um hárin á maganum þínum! Margar konur fá „sportrönd“ á meðgöngu og lööööng hár. Þýðir ekkert að raka þau því þau koma aftur. Ekki láta þér bregða ef þú færð líka allt í einu yfirvaraskegg!

Hægðatregða

Enn og aftur kemur hormónið Progesteron til sögunar. Það er ekki nóg að láta þig vera prumpandi endalaust heldur þarftu að fá hægðatregðu! Mæli með að borða járn- og trefjaríkan mat því þetta er ekki þægilegt og getur valdið jafn slæmum verkjum og hríðir! Ef þú lendir í þessu, plís talaðu við lækni heldur en að kúka ekkert í nokkra daga.

Gyllinæð

Gyllinæð er mjög algeng á meðgöngu og á eftir. Gerist út af því að bláæðin í endaþarminum víkkar út og myndar æðahnúta. Þetta er ekkert til að skammast sín yfir vegna þess að þetta er mjög mjög algengt. Ef þú hefur grun þá mæli ég með að hafa samband við lækni til að tríta þetta a s a p.

Viðkvæmur gómur

Almáttugur, ég er enn að jafna mig í gómnum! Var svo sjúklega viðkvæm. Fannst á einum tímapunkti eins og tennurnar mínar væru lausar. En sem betur fer er þetta ekkert til þess að hafa áhyggjur af.

Blóðnasir

Ég var með fossandi blóðnasir eeeendalaust fyrstu 20 vikurnar! Þetta er út af því að á meðgöngu þá þynnist slímhúðin í nefinu.

Brjóstsviði

Brjóstsviði byrjaði snemma hjá mér og varð verri og verri eftir því sem leið á meðgönguna. Mæli með að birgja þig upp af brjóstsviðalyfjum og tala við lækni. Man þegar ég var nýbúin að eiga Frosta, grínlaust örfáum sekundum eftir fæðinguna bað ég um vatn, þambaði og hugsaði strax „Jess! Engin brjóstsviði!!!.“

Húðnabbar

Já, mjög charming en það gerist fyrir sumar að þær fá húðnabba. Sem betur fer er auðvelt að taka þá af og eru algjörlega skaðlausir. Ef nabbarnir eru á óheppilegum stöðum geta þeir valdið pirringi og þá mæli ég með að hafa samband við húðlækni og láta fjarlægja.

Sviti

Þú munt svitna eins og þú fáir borgað fyrir það! Ég var sem betur fer ólétt yfir vetrartímann en apríl og maí var mjög heitur mánuður fyrir mér. Þú svitnar í andlitinu, brjóstunum… allstaðar. Og ekki mun þetta skána þegar brjóstagjöfin byrjar!

Hægt er að fylgjast með Ásdísi á þessum miðlum:

Snapchat: asdisgudny
Instagram: asdisgudny93

Færsluna má lesa í heild sinni hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
433
Fyrir 12 klukkutímum

Meistararnir með stórigur – Þróttur sótti þrjú stig í Víkina

Meistararnir með stórigur – Þróttur sótti þrjú stig í Víkina
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?