fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Snædís: „Ert þú foreldrið sem lætur eins og kröfuharði viðskiptavinurinn við skólann?“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 25. mars 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þar sem ég er í kennaranámi á masterstigi er heimanám mér mjög hugleikið þessa dagana…

Greinarhöfundur: Snædís Bergmann, bloggari á Lady.is

Mig langar aðeins að skrifa nokkrar hugleiðingar um heimanám út frá heimildum sem ég hef lesið og mínum skoðunum. Með því vil ég vekja ykkur sem foreldra til umhugsunar um nám og skólagöngu barnanna ykkar.

Ert þú foreldrið sem lætur eins og kröfuharði viðskiptavinurinn við skólann? Ferð með vöruna (barnið) í skólann og væntir þess að hann skili því samkvæmt gæðastimlum, ef ekki þá hefur þú rétt á að kvarta?

Ég hef það stundum á tilfinningunni og hef heyrt um mörg dæmi að svona líti of margir foreldrar á skólann. Þess vegna langar mig að biðja þig kæra foreldri að vera meðvitað um stöðu þína og vekja þig til umhugsunar um hlutverk þitt í námi barnsins. Það er gríðarlega mikilvægt hlutverk sem þú sem foreldri gegnir í skólagöngu barnsins þíns.
Varðandi heimanámið sjálft þá eru til litlar sannanir fyrir því að heimanám hafi áhrif á námsárangur. Dan Kindlon, Harvard prófessor sagði:

„The issue of too much homework comes up whenever I talk to parent groups and the truth is, there´s no good reasearch justification for it. The analyses out there just don´t make connection between homework and success”.


En hinsvegar er það sem hefur mjög mikil áhrif á námsárangur viðhorf, stuðningur og aðstæður heima fyrir. Foreldrar gegna nefnilega lykilhlutverki þegar kemur að námi barna. Það er ekki heimanámið sjálft sem hefur áhrif á námsárangurinn, ég skal eiginlega lofa þér því, heldur er það hlutverk þitt, viðhorfið þitt og hvernig þú talar um skólann og námið, þú ert fyrirmyndin. Þitt viðhorf og þínar skoðanir eru fljótar að smitast út í barnið. Rannsóknir hafa sýnt að það er nákvæmlega þetta sem hefur áhrif á námsárangurinn. Það er magnað að 80% af því sem hefur áhrif á námsárangur barnsins þíns tengist félagslegum bakgrunni sem þýðir að 20% af námsárangri tengist beint skólanum.
Vandamálið í dag að mínu mati er að þátttaka foreldranna er of mikið að tengjast bóklegum verkefnum eins og að leysa stærðfræðidæmi. Ég persónulega myndi samt ekki beint afnema heimanám vegna þess að þá er ég mjög hrædd um að foreldrar myndu ekki taka neinn þátt í námi barnanna, það má samt gera miklar breytingar. Ég vil því halda inni heimalestri því það er ótrúlega mikilvægt til eru margar rannsóknir sem benda á hversu mikilvægt er fyrir börn að lesa heima og þar skiptir enn og aftur foreldrar mestu máli. Mig langar til að hvetja alla til þess að vera jákvæðir í garð heimalesturs, ekki gera þetta að kvöð heldur breytið þessu í gæðastund. Setjist niður með börnunum, kveikið á kertum og lesið saman, verið fyrirmyndir! Get ekki lýst því hvað það skiptir miklu máli. Ég vil einnig hafa heimanám óhefðbundið með því er ég að meina að barnið er ekki sent heim með ákveðið verkefni sem þarf að skrifa/fylla inní eða reikna heldur fer námið fram í umræðum og foreldrar hvattir til að kveikja áhuga hjá börnum með því að nota umhverfið.


Að lokum vil ég segja að ef þér þykir heimanám barnanna þinna erfitt, ósanngjarnt og ómögulegt talaðu við kennarann! Ekki fara heim og bölva kennaranum og skólanum og láta barnið þitt heyra hvað þér þykir þetta heimanám erfitt eða ómögulegt. Aðstoðaðu barnið eftir bestu getu meira getur þú ekki gert. Það er ekki asnalegt að fara til kennarans og biðja um hjálp eða ræða við kennarann um þínar hugmyndir og viðhorf til nám barnsins þín. Þú hefur vald og kennarinn og þú sem foreldri eigið að vinna saman. Ekki segja já og amen við kennarann ef þú ert ósátt foreldri það er hvorki gott fyrir þig né kennarann og hvað þá barnið.
Það er engin sem getur tryggt velferð barnsins þíns eins vel og þú!
Spurðu líka barnið þitt. Er það ánægt með skólann og heimanámið? Líður því illa? Vill það gera meira hámanám eða minna?

Börnin mega líka hafa eitthvað og meira um hlutina að segja.

Snædís Bergmann


Greinin birtist fyrst á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Bournemouth – Mikið undir á Emirates

Byrjunarlið Arsenal og Bournemouth – Mikið undir á Emirates