fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Mikilvæg skilaboð frá lögreglu til foreldra og barna

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 7. mars 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum um dreifingu nektarmynda og kynferðislegs efnis sem tekið er í óþökk þeirra sem þar sjást. Rætt hefur verið um hver beri ábyrgð á dreifingu og við hverja skuli sakast.

Lestu meira: Óttar, nú hættir þú! – Ragga tekur hrútskýranda í kennslustund

Lestu meira: Ég bað ekki um að fá að sjá þetta myndband – Fávitinn á næsta borði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti eftirfarandi skilaboð á facebook-síðu sinni í dag:

Lögreglu berast reglulega tilkynningar um fólk sem er að dreifa nektarmyndum af öðrum, jafnvel barnungu fólki, á netinu. Skemmst er frá því að segja að dreifing slíkra mynda getur varðað við lög, auk þess að vera gróft brot á rétti okkar allra til friðhelgi. Þau sem hafa slíkar myndir undir höndum gera rétt með því að eyða þeim strax.

Lögreglan hvetur foreldra til að lesa ráðin frá SAFT, sérstaklega reglu númer 8 sem hljóðar svo:

Netsiðir eru mannasiðir á netinu og rétt eins og óformlegar siðareglur gilda í daglegu lífi segja óformlegar siðareglur til um hvernig fólki ber að haga sér í netmiðlum. Þessar reglur snúast meðal annars um kurteisi, virðingu, umburðarlyndi, ábyrgð og gott og rétt mál. Einelti er einnig orðið algengt á netinu og mikilvægt er að allir geri sér grein fyrir að einelti er ofbeldi sem getur haft alvarlega afleiðingar í för með sér. Hvorki fullorðnir né börn eiga að lesa einkasamskipti annarra, setja meiðandi myndir eða texta um aðra á netið eða nota efni sem ekki má afrita.

Hér má nálgast netorðin 10 frá SAFT.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Jógvan auglýsti eftir gítarnum sem færði honum sigur í X-Factor

Jógvan auglýsti eftir gítarnum sem færði honum sigur í X-Factor
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea vill kaupa enska landsliðsmanninn í sumar

Chelsea vill kaupa enska landsliðsmanninn í sumar
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað