fbpx
Laugardagur 18.október 2025

„Hættirðu við að deyja?“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fór til Jónínu fóstursystur minnar til að halda upp á 75 ára afmæli nýlátins föður míns. Þegar ég kom að útidyrum Jónínu stóð þar lítil fimm ára hnáta og spurði mig blákalt:
„Hættirðu við að deyja?“
Ég svaraði: „Já, ég ætla bara að lifa!“
„Þér er bara batnað?“ spurði hún þá, forvitin á svipinn.
„Já, ég er góður,“ svaraði ég og þá hleypti hún mér inn fyrir.

Þessi fimm ára hnáta hafði farið á sjúkrahúsið í Keflavík með foreldrum sínum og séð föður minn þar – henni hafði verið sagt að pabbi minn væri að deyja. Þegar hún sá mig fór hún mannavillt, því við erum mjög líkir bæði í útliti og fasi. Hún hélt að þarna væri faðir minn Gunnar risinn upp frá dauðum. Og henni fannst ekkert sjálfsagðara.

Það sem ég upplifði við andlát föður míns er þakklæti og náð. Faðir minn lifir í mér, þ.e. sá hluti föður míns sem ég rækta og veiti athygli. Ég hef notið þeirrar gæfu að samband mitt við föður minn hefur verið náið, þótt fjarlægðir hafi oft verið á milli líkama okkar. Ég finn enga breytingu þar á eftir andlát hans.
Þetta tækifæri hefur vissulega hvatt mig til að skoða fortíð mína í samhengi við þessi tímamót og þá minnist ég sannrar sögu þar sem við pabbi fórum á Kripalu-setur í Bandaríkjunum fyrir rúmum tuttugu árum. Áður en við fórum á ákveðið tíu daga námskeið fengum við fyrirmæli um að koma með eitthvað úr fortíð okkar, eitthvað sem ætti sér hefð eða minningar og okkur þætti vænt um.

Á tilteknum tíma á námskeiðinu var myndaður hringur þar sem þátttakendur, um þrjátíu talsins, voru hvattir til að setja það sem þeir höfðu komið með inn í miðjan hringinn. Ætlunin var að búa til athöfn sem myndi hjálpa þátttakendum að láta af eftirsjá og iðrun og öðlast tilfinningalegt frelsi frá fortíð sinni.

Þegar komið var að mér gekk ég rólega að föður mínum, beygði mig niður, tók utan um fótleggi hans og bak, lyfti honum í fang mér og lagði hann niður í miðjan hringinn. Það var mikið hlegið og hent gaman að þessu, en mér var full alvara. Ég var svo gæfuríkur að vera frjáls undan þeirri fortíð sem aðstandendur námskeiðsins vildu losa mig undan.
Ég var þakklátur fyrir pabba minn og hann var einmitt það sem ég vildi að væri mitt framlag til námskeiðsins – ég vildi miðla þeim áhrifum sem hann hafði haft á mitt líf. Þetta hafði mikil áhrif á námskeiðið og það sem þeim þótti mest til koma var að samband okkar föður míns væri svo gott.


Pabbi minn deyr aldrei. Við erum hold sem er mold og hold hans hefur verið borið til moldar. En sál hans og viska lifir í mér. Ég finn til djúprar lotningar þegar ég minnist pabba og þegar hann var borinn til grafar fagnaði ég lífs- hlaupi hans í stað þess að syrgja andlát hans.
Af hverju segi ég þessa sögu?
Vegna þess að ég er faðir minn. Hann er í mér og verður alltaf að ein- hverju leyti. Ég er líka móðir mín. Ég er foreldrar mínir – og ein stærsta höfnun margra okkar er að fyrirlíta foreldra okkar, því þá fyrirlítum við okkur sjálf.
Ég hef ekki upplifað föðurmissi, því faðir minn er í mér og ég fagna því að ég fæ tækifæri til að halda áfram að vinna úr orkunni sem hann var.


Höfundur: Guðni Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu