fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu Stranger Things

Þættirnir snúa aftur þann 31. október næstkomandi

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. febrúar 2017 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur þáttaröðin af hinum geysivinsælu þáttum, Stranger Things, fer í loftið á Netflix næsta haust. Í gærkvöldi var fyrsta stiklan úr annarri seríunni frumsýnd.

Fyrri þáttaröðin sagði frá ungum dreng í litlum smábæ sem hverfur sporlaust inn í aðra vídd okkar heims og leit móður hans, vina og annarra í bænum að sannleikanum um hvarf hans. Þættirnir hafa á sér dulúðlegan og yfirnáttúrulegan blæ og það virðast áhorfendur hafa kunnað að meta. Fjölmargar vísanir eru í verk eftir til dæmis Stephen Spielberg og Stephen King í þáttunum.

Netflix staðfesti í haust að önnur sería yrði gerð og nú er búið að staðfesta að hún fari í loftið þann 31. október næstkomandi, eða um það leyti sem hrekkjavakan gengur í garð vestanhafs. Allir þættirnir verða aðgengilegir strax frá fyrsta degi sem þýðir að margir munu sitja límdir yfir skjánum í lok október og byrjun nóvember.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hver söguþráður annarrar seríunnar verður, en Matt Duffer sem er maðurinn á bak við Stranger Things ásamt bróður sínum, Ross Duffer, sagði fyrir skemmstu að atburðirnir muni tengjast atburðunum í fyrstu þáttaröðinni.

„Fyrsta þáttaröðin gerðist á sex eða sjö daga tímabili – sem er mjög skammur tími. Hugmyndir okkar með annarri þáttaröðinni er að leiða í ljós og skoða afleiðingar og eftirmál þeirra atburða sem gerðust í fyrstu seríunni,“ sagði Matt.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr annarri þáttaröðinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins