fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Loksins … loksins

fékk Leo Óskarinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 1. mars 2016 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom engum á óvart að Leonardo DiCaprio skyldi hampa Óskarsverðlaunastyttu fyrir leik sinn í The Revenant. Aðdáendur hans víða um heim voru sannfærðir um að hans tími væri kominn og akademían var á sama máli. Þetta var sjötta Óskarsverðlaunatilnefning leikarans og fyrstu Óskarsverðlaunin. Honum var gríðarlega vel fagnað og gleði Kate Winslet, mótleikkonu hans úr Titanic, var greinileg og hjartnæm. Keppinautar hans, Eddie Redmayne og Michael Fassbender, höfðu í viðtölum rætt opinskátt um það að árið í ár væri ár DiCaprio og töldu eigin sigurmöguleika nánast enga. Ekki kom heldur á óvart að Brie Larson skyldi fá verðlaun sem besta leikkona fyrir frammistöðu sína í The Room, en líkt og DiCaprio hefur hún fengið öll helstu verðlaun vestan hafs þetta árið.

Alejandro Inarritu, leikstjóri The Revenant, fékk leikstjóraverðlaunin eins og búist hafði verið við, annað árið í röð. Flestir höfðu veðjað á að The Revenant yrði valin besta myndin en á lokametrunum varð þess vart að meðbyr væri með Spotlight sem hreppti verðlaunin.

Sylvester Stallone sat eftir með sárt ennið, en líklegt þótti að hann stæði uppi sem sigurvegari fyrir túlkun sína á Rocky Ballboa í Creed. Hinn virti breski leikari, Mark Rylance, hreppti verðlaunin fyrir frábæran leik í mynd Stevens Spielberg, Bridge of Spies. Alicia Vikander fékk verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í The Danish Girl, en að margra mati ber hún þá mynd uppi.

Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir tónlist sína í myndinni Sicario en það var snillingurinn Ennio Morricone sem hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í mynd Tarantinos, The Hateful Eight. Þetta var sjötta tilnefning hans og fyrsti sigur kappans, sem orðinn er 87 ára gamall, en hann fékk reyndar heiðursverðlaun akademíunnar árið 2007.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“