fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Guðný gefur Íslendingum ráð: „Þið eruð því miður á leiðinni þangað að öllum líkindum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. mars 2020 12:00

Guðný Lára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný Lára hefur verið búsett í Kaupmannahöfn í tæplega sjö ár. Hún starfar sem alþjóðlegur rekstrarstjóri (e. international operations manager) hjá 66NORTH.

Það mætti segja að Guðný Lára sé orðin eins konar fagmaður í samkomubanni. Hún hefur verið heima hjá sér í tvær vikur og á allavega tvær vikur eftir. Hún gefur því Íslendingum nokkur góð ráð í færslu á Facebook sem DV fékk leyfi til að deila áfram með lesendum.

Guðný Lára gefur landsmönnum góð ráð.

„Það hljómar allt eins og þið séuð sirka tíu dögum á eftir okkur hérna í Danmörku þannig að þið farið kannski að upplifa það sem við erum búin að ganga í gegn um,“ segir hún.

Ráðin

„Nr 1) Núna er rétti tíminn til þess að fjárfesta í spilum, bókum og púslum af því að búðirnar sem að selja það loka mjög líklega fljótlega (Ef að þær hafa ekki gert það nú þegar).

Nr 2) Geturðu notað tímann í að lappa upp á heimilið? Farðu þá núna og keyptu sparsl, málningu, nagla, timbur eða hvað sem að þig vantar af því að búðirnar sem að selja það loka mjög líklega fljótlega (Ef að þær hafa ekki gert það nú þegar)

Nr 3) Það er engin ástæða til þess að telja dagana sem að þú ert heima af því að þeir verða mögulega margir. Taka bara einn dag í einu.

Nr 4) Þetta mun eflaust taka á margar fjölskyldur og sambönd. Taliði saman! Ítalir segja að vika þrjú sé erfiðust. Ef að þið búið ein og treystir ykkur ekki í það að vera ein þá er líka hægt að flytja kannski tímabundið inn á vin, vinkonu eða fjölskyldu og vera með öðrum í gegn um þetta. Það á enginn að vera einmana eða líða illa.“

Guðný segir að hún gæti talið upp ótal fleiri atriði.

Það eru margir búnir að vera mikið heima en raunveruleikinn verður allt annar þegar búðirnar fara að loka og þið eruð því miður á leiðinni þangað að öllum líkindum. Við erum öll saman í þessu og það eina sem að við þurfum að gera er bara að vera heima og njóta eins vel og við getum,“ segir hún og bætir við:

Gangi ykkur öllum vel og verum dugleg að hringja á milli og spyrja hvernig fólk hefur það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“