fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

„Þetta var einhver skyndihugdetta“ – Karl segir meiri óvissu fylgja nýja starfinu en bankanum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. júlí 2018 10:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Óttar Pétursson söðlar um um næstu mánaðamót þegar hann yfirgefur krefjandi starf til margra ára sem forstöðumaður lögfræðideildar Arion banka og flytur þvert yfir landið og tekur við sem nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í viðtali við blaðamann DV ræðir hann gamla og nýja starfið, gutlið sem varð að pönkhljómsveit, rokkhátíðina Eistnaflug, sem hann tók þátt í að skapa og bjarga frá gjaldþroti, og þunglyndið, sem hann glímdi við frá barnæsku en reyndist vera kvíði, kvíði sem fylgir honum alla tíð, en hamlar honum hvorki í leik né starfi.

Ljósmynd: DV/Hanna

„Þetta var einhver skyndihugdetta,“ svarar Karl, aðspurður af hverju hann, fæddur og uppalinn Reykvíkingur, sótti um bæjarstjórastöðu í Fjarðabyggð. „Það var reyndar búið að nefna þetta við mig og ég var búinn að vera mikið fyrir austan að skipuleggja og bjarga Eistnaflugi, sem fór tæknilega séð á hausinn í fyrra. Ég var ekkert að hugsa um að skipta um starf, en ég ræddi þetta við konuna mína sem fannst þetta sniðug hugmynd, þannig að ég sótti um rétt áður en umsóknarfresturinn rann út.“

Umsókn Karls var sýndur mikill áhugi, ferlið gekk hratt fyrir sig og var honum boðin staðan. „Þetta er fyrsta bæjarstjórastaðan sem ég sæki um,“ segir hann og hlær. „Þegar maður tekur svona ákvörðun, er maður þá ekki búinn að hugsa í undirmeðvitundinni að breyta til? Það er eitthvað sem gerir það að verkum að maður stekkur til. Núna erum við konan bara að skoða fasteignir fyrir austan á netinu.“

Karl er búinn að vinna hjá Arion banka og forverum hans í 14 ár og alla tíð í erfiðustu málunum, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum og sem forstöðumaður lögfræðideildar frá árinu 2007. „Ég er búinn að vera stjórnandi mjög lengi,“ segir Karl og bætir við að meiri óvissa fylgi nýja starfinu en að vera í bankanum, enda ráðningartíminn sá sami og sveitarstjórnarinnar, fjögur ár. „En maður er orðinn það gamall að það er svona síðasti séns að breyta til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs