fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fókus

Þórlaug: Mikið um fasískar tilhneigingar í íslensku viðskiptalífi

Píratar eiga litla samleið með sósíalistum

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 25. febrúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórlaug Ágústsdóttir frambjóðandi Pírata í Reykjavík segir mikið um „fasískar tilhneigingar“ í íslensku viðskiptalífi, þaðan spretti gagnrýni Pírata á markaðshagkerfi.

Píratar eru í meirihlutasamstarfi í Reykjavík með Samfylkingunni, Vinstri grænum og Bjartri framtíð, fyrir síðustu tvær þingkosningar hefur flokkurinn útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum.

Eru Píratar þá ekki hreinlega vinstri flokkur?

„Já og nei. Við stöndum mjög nálægt Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum þegar kemur að hlutum á borð við frelsi einstaklingsins, við eigum frjálslyndið sammerkt með þeim. Við eigum að mörgu leyti samleið með vinstri flokkunum þegar kemur að viðhorfi til valds. Við skipum okkur alltaf í sveit með þeim valdalitlu. Gagnrýni okkar á markaðshagkerfið snýr einmitt að þessum fasísku tilhneigingum að taka alltaf afstöðu með þeim sterka,“ segir Þórlaug í viðtali í helgarblaði DV.

Hún segir Pírata þó eiga litla sem enga samleið með sósíalistum. „Við búum alltaf á endanum í markaðssamfélagi þar sem markaðurinn ræður þrátt fyrir að við séum með verkalýðshreyfingu sem eigi að virka. Við getum ekki stokkað upp samfélaginu þannig að það sé einhver nefnd sem ákveði hvers virði hlutirnir eru. Meirihluti fólks myndi aldrei samþykkja sósíalískt kerfi, það stríðir gegn hugmyndum Pírata um samræðustjórnmál, samfélagið fer blandaða leið því enginn vann, það var bara lýðræðið sem vann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði