fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

„Okkar leið til að gera eitthvað í málunum“

Opnuðu brugghúsið á Breiðdalsvík til að skapa ný störf

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 6. júlí 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við opnuðum brugghúsið aðalega til að skapa störf, stuðla að menningu og kunnáttu í einhverju öðru en sauðfé og þorski, sem eru undirstöður samfélagis á Breiðdalsvík. Okkur langaði að búa til eitthvað nýtt“ Þetta segir bruggarinn og tannlæknirinn Daði Hrafnkelsson sem ásamt Elís Pétri Elíssyni, vélstjóra, opnuðu nýverið brugghúsið Beljanda á Breiðdalsvík. Hugmyndin að brugghúsinu varð til í spjalli þegar þeir félagar voru saman á hreindýraveiðum, austur á fjörðum, fyrir um einu og hálfu ári síðan.

„Við Elís komumst að því að við vorum báðir með sömu hugmyndina. Við vorum svo samstíga í hugsun hvernig ætti að útfæra þetta svo við gátum ekki annað en slegið til. Við vorum meira að segja báðir með sama nafnið á Brugghúsið í huga.“

Eftir samtalið upphófst mikil vinna en brugghúsið opnaði gestum og gangandi þann 17. júní síðastliðinn. Við erum báðir með hjartað á Breiðdalsvík og sárnar hvernig farið hefur fyrir þorpinu undanfarin 25 ár, en Breiðdalsvík hefur mátt þola mikla niðurlægingu eins og svo margar litlar sjávarbyggðir umhverfis landið svo það má segja að þetta hafi verið okkar leið til að gera eitthvað í málunum.“

Beljandi brugghús er staðsett í gömlu sláturhúsi á Breiðdalsvík, sem var gert upp í samræmi við starfsemina. Brugggræjurnar voru svo keyptar frá Danmörku þar sem Daði er er búsettur. „Þetta er auðvitað búin að vera gríðarlega vinna en svo sannarlega þess virði. Móttökurnar hafa nú þegar verið gríðarlega góðar. Ekki síður meðal heimamanna heldur en ferðamanna á svæðinu. Enda er bjórinn hugsaður fyrir Íslendinga og gesti þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“