Ásthildur Sturludóttir, bæjarstýra í Vesturbyggð
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstýra í Vesturbyggð
929.981 kr. á mánuði
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstýra í Vesturbyggð, hefur leitt sveitarstjórn þar frá árinu 2010 þegar hún var ráðin í stöðuna. Að líkindum eru Ásthildur og faðir hennar, Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, fyrstu feðginin sem stýrt hafa sveitarfélögum hér á landi á sama tíma en Sturla settist í bæjarstjórastól Stykkishólms eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2014. Ásthildur hafði sannarlega tilefni til að gleðjast á síðasta ári en síðastliðið haust eignaðist hún dóttur, sitt fyrsta barn, með Hafþóri Jónssyni, eiginmanni sínum. Það var ekki þrautalaust fyrir þau hjón að eignast barn því tólf glasafrjóvganir þurfti til og því ljóst að hamingjan er mikil á Patró.