Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
1.810.183 kr. á mánuði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir héraðsdómslögmaður var ráðin sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi seint á síðasta ári. Fram til þess hafði Heiðrún starfað hjá LEX lögmannsstofu óslitið frá árinu 2007, þegar hún lauk lagaprófi. Heiðrún var áberandi sem talsmaður útgerðarinnar í sjómannaverkfallinu sem stóð frá því í desember í fyrra og fram í febrúar í ár. Þótti hún hörð í horn að taka og meðal annars vakti grein sem hún skrifaði í Viðskiptablaðið verulega athygli og úlfúð. Þar benti Heiðrún á að eina starfsstéttin sem hefði haft hærri laun en sjómenn árið 2015 væru forstjórar fyrirtækja og spurði hvort þeir væru næstir á leiðinni í verkfall.
Mánaðarlaun Heiðrúnar á síðasta ári voru 1,8 milljónir króna.