Hrefna Rós Sætran matreiðslumeistari
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Hrefna Rós Sætran matreiðslumeistari
946.533 kr. á mánuði
Hrefna Rós er einn allra færasti kokkur landsins og hún gerir það ekki síður gott í viðskiptum. Hrefna Rós er eigandi nokkurra af vinsælustu veitingastöðum landsins, til dæmis Grillmarkaðarins og Fiskmarkaðarins. Þá á fyrirtæki hennar hlut í Skúla Craft bar. Hún selur vörur undir eigin vörumerki í völdum verslunum og fór á kostum í sjónvarpsþáttunum Eldhússtríð ásamt kollega sínum, Sigga Hall.
Þá hefur barnamatur, sem framleiddur er úr íslenskum hráefnum, notið mikilla vinsælda. Vörumerkið kallast Vakandi og var nýlega tilefnt til Emblu – norrænu matarverðlaunanna.