Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur
1.362.987 kr. á mánuði
Íslenskufræðingurinn og spéfuglinn Bragi Valdimar Skúlason er alltaf með mörg járn í eldinum. Dagsdaglega starfar hann sem texta- og hugmyndasmiður hjá hinni ört vaxandi auglýsingastofu Brandenburg, sem hann rekur ásamt nokkrum félögum sínum. Á undanförnum árum hefur Bragi tekið þátt í að skapa margar ógleymanlegar auglýsingar sem hafa unnið til fjölmargra verðlauna.
Samhliða dagvinnunni semur Bragi Valdimar svo og spilar tónlist með hljómsveitum sínum Baggalút og Memfismafíunni, heldur úti drepfyndnum Twitter-reikningi og stýrir hinum sívinsæla sjónvarpsþætti Orðbragð, sem var valinn skemmtiþáttur ársins á Eddunni 2017.