Tómas Guðbjartsson læknir
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Tómas Guðbjartsson
2.453.570 kr. á mánuði
Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson lauk BS-prófi í læknisfræði við læknadeild HÍ í júní 1993. Tómas, sem lauk síðar námi í hjarta- og lungnaskurðlækningum, hefur starfað í Svíþjóð, í Bandaríkjunum og á Íslandi sem sérfræðingur á sínu sviði. Tómas, sem er iðulega kallaður Lækna-Tómas, tengdist plastbarkamálinu svokallaða, sem kom upp í Svíþjóð.
Málið var meðal annars rannsakað af óháðri nefnd. Þá er Tómas mikill fjallagarpur en hann er öflugur meðlimur í Félagi íslenskra fjallalækna (fífl). Tómas hefur farið í ófáar ferðir með félaginu.
Þar á meðal í krefjandi fjallaskíðaferð í Alpana. Þá fór hann með hópi fólks á Sveinstind á Öræfajökli í vor.