Jeff Bridges hefur verið kvæntur konu sinni Susan í tæplega fjóra áratugi, þrátt fyrir að hafa allan þann tíma starfað við iðnað sem er þekktur fyrir misheppnuð hjónabönd: Hollywood.
Það kemur því kannski ekki á óvart að þegar leikarinn sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit síðastliðinn fimmtudag fékk hann spurningar um leyndardóminn á bak við langt og farsælt hjónaband sitt.
„Ég las að þú hafir verið giftur konunni þinni síðan 1977. Hverju þakkar þú velgengni í hjónaband þínu á meðan þú hefur starfað við iðnað sem er þekktur fyrir álag á hjónabönd?“ svo hljómaði ein spurning frá notanda Reddit.“
Jeff Bridges svaraði í þremur liðum og hér er uppskriftin að góðu, langvarandi og ástríku hjónabandi.
„Þessi iðnaður leggur mikið álag á sambönd. Ég hef alltaf talið að konan mín ætti að hafa nafn sitt við hlið mér á kreditlistunum, því að ég gæti ekki hafa gert allt sem ég hef gert án stuðnings hennar. Og líkt og spyrjandinn sagði, höfum við verið gift síðan 1977, við þekktum hvort annað í 2 ár fyrir það, þannig að hún hefur gert allar þessar kvikmyndir með mér og við höfum náð að komast í gegnum þær allar í sameiningu“.
„Það erfiðasta við að gera kvikmyndir er að vera í fjarri fjölskyldunni. Eitt af því sem ég reyni mitt besta til að gera, er að hringja konuna mína á hverjum degi, til að fylgjast með hvað er að gerast í lífi hennar. Og segja henni hvað er að gerast í mínu. Það vill oft gerast að þegar þú ert fjarri ástvinum í langan tíma að tengslin rofna, nema þú leggir þig fram við að halda þeim sterkum, litlu daglegu hlutirnir skipta máli.“
„Annar þáttur í að halda hjónabandinu gangandi, sem ég held að sé mikilvægt – og það mun kannski hljóma kjánalega – er að elska hvert annað. Þá veltur maður jafnframt upp spurningunni: „Hvað er ást? Orðin sem koma uppí hugann eru hreinskilni, skilningur, gæska, góðvild, og að vinna í þeim hlutum. Vegna þess að ég held að allir hafa ljósa og dimma hlið, sem og eigingjarna þætti í persónuleikanum. Við þurfum að læra að þekkja þá hjá hvort öðru og átta okkur á að allir að hafa sína eigin sögu, og þær sögur, þær eru ef til vill ekki hinn heilagi sannleikur en þær eru vissulega réttar fyrir okkur, við verðum því að skilja að hvert okkar er að fara í gegnum okkar ákveðnu útgáfu af veruleikanum, og virða það, og að hlúa að í kærleika“.
Birtist áður á Pressunni.