fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Nokkrum sekúndum eftir að þessi ljósmynd var tekin var fyrirsætan látin

Æðsti draumurinn hennar var að verða fyrirsæta

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 16. mars 2017 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æðsti draumur Fredzaniu Thompson var að verða fyrirsæta. Hún þráði það svo heitt að fjölskylda hennar studdi Fredzaniu heilshugar þegar hún setti námið í pásu og reyndi allt til að koma sér á framfæri í bransanum.

Síðastliðinn föstudag var Fredzania í myndatöku á lestarteinum í Navasota í Texas þegar lest kom aðvífandi úr gangstæðri átt og keyrði beint á hana með þeim afleiðingum að Fredzania lést.

Um helgina birtu fjölskyldumeðlimir hennar myndina, sem er sú síðasta sem var tekin af Fredzaniu áður en hún lést. Myndin var tekin nokkrum sekúndum áður en hún lenti fyrir lestinni.

Þá greindi kærastinn hennar frá því að andlát hennar hefði verið nánustu fjölskyldu Fredzaniu einstaklega þungbært sökum þess að hún hafi verið ófrísk. „Ég á sjö ára son og fyrir um tveimur vikum hringdi hún í mig og sagði að ég yrði bráðum pabbi aftur. Við vissum þó ekki hversu margar vikur hún var komin.

Yfirmaður öryggismála hjá Navata umdæmi segir í samtali við Buzzfeed að þetta hörmulega slys sýni svart á hvítu af hverju myndatökur á lestarteinum séu aldrei góð hugmynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri