fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

28 ára karlmaður féll fyrir 82 ára konu: Nýgift og hamingjusöm

Ástin spyr ekki um aldur

Kristín Clausen
Sunnudaginn 26. febrúar 2017 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar flest fólk fær símhringingu úr vitlausu númeri kveður það kurteisilega, eftir að misskilningurinn hefur verið leiðréttur, og heldur áfram með lífið. En ekki Sofian Loho Dandel sem er 28 ára bifvélavirki frá Indónesíu.

Á síðasta ári fékk hann símtal frá konu sem hann þekkti ekkert. Í stað þess að kveðjast eftir að í ljós kom að hún hafði hringt í vitlaust númer töluðu þau um allt mögulegt í klukkutíma áður en þau slitu símtalinu.

Sofian kveðst hafa kolfallið fyrir rödd konunnar, sem heitir Marthe. Eftir nokkur símtöl ákváðu þau að hittast. Á þessum tímapunkti hafði Sofian ekki hugmynd um hvað konan, sem hann var orðinn ástfangin af væri gömul.

Þegar hann mætti í sína fyrstu heimsókn til Marthe brá honum nokkuð þegar 82 ára kona kom til dyra en hann hafði enga hugmynd um að konan sem hann var kolfallin fyrir væri 54 árum eldri en hann sjálfur.

Hann ákvað þó að staldra við og þau Marthe töluðu saman í tvær klukkustundir í þessari fyrstu heimsókn af mörgum. Hún sagði honum meðal annars að hún hefði búið ein síðastliðin 10 ár eftir að eiginmaður hennar féll frá en börnin þeirra tvö búa ekki í Indónesíu.

Nokkrum vikum síðar bað Sofian Marthe en þau gengu í hjónaband þann 18. febrúar síðastliðinn að viðstöddum fjölskyldu og vinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”