fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025

Sannar gjafir sem bjarga börnum

Sannar gjafir UNICEF eru vinsælar í jólapakka landsmanna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. desember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eins og síðastliðin jól eru Sannar gjafir UNICEF vinsælar í jólapakka landsmanna. Jólagjafir frá Íslandi bárust til barna um allan heim um síðustu jól og stefnir í að enn fleiri börn muni njóta góðs af Sönnum gjöfum frá Íslandi þetta árið.

„Það er greinilegt að fólk vill vera tímanlega í ár, og finnst þægilegt að geta verslað gjafirnar sínar á netinu í rólegheitunum“,“ segir Vala Karen hjá UNICEF á Íslandi, en hún keppist nú við að senda jólakveðjur með hjálpargögnum til heimila um allt land.

Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð. Þær eru stórsniðugar jólagjafir og jólakort fyrir vini og fjölskyldu en mikið úrval í öllum verðflokkum má finna á www.sannargafir.is. Gjöfin er keypt í nafni þess sem þú vilt gleðja og UNICEF sér síðan um að koma hjálpargögnunum til barna þar sem þörfin er mest.

Hlý teppi vinsælust

Vinsælasta gjöfin í fyrra var hlý teppi, en þeim er meðal annars dreift í flóttamannabúðum þar sem börnum er kalt. Ormalyf frá Íslandi bárust til Rúanda, vatnshreinsitöflur til Palestínu og næringarduft til Sýrlands svo örfá dæmi séu nefnd.

„Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Vala Karen. „Í vefversluninni okkar má finna mikið úrval af gjöfum sem koma að góðum notum og geta bjargað lífi barna. Nú er til dæmis mikil þörf fyrir vítamínbætt jarðhnetumauk og næringarmjólk til að bjarga börnum sem eru alvarlega vannærð, til dæmis í Jemen og Suður-Súdan.“

Það tekur enga stund að versla jólagjafirnar í vefverslun UNICEF, www.sannargjafir.is. Sananr gjafir eru í öllum verðflokkum og eru til dæmis sniðugar jólagjafir fyrir þá sem eiga allt, hlýleg jólakveðja til vina og fjölskyldu erlendis eða skemmtileg tækifærisgjöf til að gleðja leynivininn í vinnunni. Einnig er hægt að kíkja á skrifstofu UNICEF á Íslandi á Laugavegi 176 og velja gjafir á staðnum og fræðast um hvernig gjafirnar koma að góðum notum.

Hér má sjá nokkur dæmi að góðum jólagjöfum sem bæta líf barna:

Vatnshreinsitöflur galdra fram drykkjarhæft vatn

Milljónir barna hafa ekki aðgengi að hreinu drykkjarvatni eins og við erum vön hér heima. Vatnshreinsitöflur eru sendar á svæði þar sem hreint vatn er af skornum skammti. Þessar bráðsniðugu töflur geta á örskotsstundu galdrað fram drykkjarhæft vatn úr óhreinu vatni og með því komið í veg fyrir útbreiðslu lífshættulegra smitsjúkdóma.

Jarðhnetumauk gerir kraftaverk fyrir vannærð börn

Vítamínbætt jarðhnetumauk gegnir lykilhlutverki á svæðum þar sem börn eru í lífshættu vegna vannæringar, meðal annars í Bangladess, Nígeríu og Jemen. Jarðhnetumaukið inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, vítamín og steinefni sem börn þurfa og gerir kraftaverk fyrir vannærð börn. Það er tilbúið til neyslu beint úr pakkanum. Í flestum tilfellum þurfa börn einungis þrjá pakka á dag í fáeinar vikur til að ná fullum bata.

Ormalyf í jólapakkann

Ormalyf eru kannski ekki glamúrgjöfin í ár en ormalyf hafa sannarlega mikið notagildi! Á hverju ári látast skelfilega mörg börn af völdum vannæringar vegna sníkjudýra í meltingarvegi. Sníkjudýrin ræna börnin nauðsynlegum næringarefnum og gera þau bæði máttvana og varnarlaus gegn sjúkdómum. Lyfin hjálpa börnum að losna við sníkjudýrin og þau skelfilegu óþægindi sem þeim fylgja og hafa til að mynda verið send til barna í Rúanda, Burkina Faso og Pakistan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lögreglan lýsir eftir Atla Vikari

Lögreglan lýsir eftir Atla Vikari
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ameríka fyrst eða fullveldi og frelsi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ameríka fyrst eða fullveldi og frelsi