fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Sara hélt að draumurinn væri að rætast: „Gleðin, ástríðan og stoltið var farið“

Ber að ofan fyrir framan leikstjóra – „Ég ætlaði ekki að vera með neitt vesen.“

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 26. nóvember 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Oskarsson listakona og varaþingmaður Pírata ætlaði sér að verða leikkona þegar hún yrði stór, þegar hún var 16 ára gömul sá hún auglýst eftir ungum leikkonum og hélt hún að nú væri tækifærið komið. Hún fékk að fara í fleiri en eina prufu, en í þriðju prufunni þurfti hún að fara úr að ofan fyrir fram leikstjórann. Í færslu á Fésbók segir Sara að krafa leikstjórans hafi slegið sig út af laginu, en í fjórðu prufan átti sér stað á heimili leikstjórans.

„Ég var 16 ára. Ég ætlaði að verða leikkona þegar að ég ‘yrði stór’. Loksins kom auglýsingin sem ég hafði beðið eftir. Í smáauglýsingum Morgunblaðsins var auglýst eftir ungum leikkonum í prufu fyrir aðalhlutverk í íslenskri bíómynd. Uppveðruð og alsæl mætti ég í fyrstu prufurnar. Mér gekk stórvel, ég fann það um leið að starfsfólkið sem stýrði prufunum var ‘impónerað’ yfir frammistöðu minni,“ segir Sara. Nokkrum dögum síðar var hún beðin um að koma aftur í aðra prufu sem gekk einnig vonum framar.

Sara var mjög spennt og þegar hún komst að því að hún væri komin í hóp 5 leikkvenna sem kæmust í þriðju prufuna trúði hún því varla: „Ég trúði þessu ekki, þetta var einsog draumur, lífið var stórkostlegt. Ég ætlaði að verða leikkona.“
Hún mætti í þriðju prufuna þar sem leikstjórinn var viðstaddur: „Mér er tilkynnt að ég þurfi að vera ber að ofan. Ha? hugsaði ég. Ég skildi illa hvers vegna brjóstin á mér væru svona veigamikil í þessu samhengi. En þarna var ég komin, 16 ára, yngst af þessum 5 leikkonum sem að komnar voru í ‘undanúrslit’, ég ætlaði ekki að vera með neitt vesen.“

Sara gekk inn í myndverið, allsber að ofan og stóð fyrir framan leikstjórann sem sat makindarlega í stól beint fyrir framan hana: „Ég var slegin út af laginu. Prufan gekk illa, mér leið illa. Ég gat ekki einbeitt mér að því sem að leikstjórinn bað mig um að gera: “leiktu það að vera hissa”sagði hann. En ég var ekki hissa, gat ekki leikið ‘hissa’. Ég upplifði mig niðurlægða.“ Sara gekk sorgmædd út, en var kölluð aftur í fjórðu prufuna sem fór fram á heimili leikstjórans: „Hún gekk heldur ekki vel. Gleðin, ástríðan og stoltið var farið. Ég varð ekki leikkona. #MeToo“

Hér má sjá Söru sjálfa segja söguna:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“
Fókus
Fyrir 1 viku

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna